fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Ákvörðun um þingrof verður að byggjast á vilja þingsins

Eyjan
Sunnudaginn 19. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikilvægt er að forseti hraði sér ekki um of þegar forsætisráðherra gengur á hans fund á miðju kjörtímabili og óskar eftir því að forseti rjúfi þing og boði til kosninga, sem gerist reglulega hér á landi. Baldur Þórhallsson segir mikilvægt að í þessum efnum sem öðrum sé ekki sjálfsafgreiðsla á Bessastöðum og að forseti gangi úr skugga um það hver vilji þingsins er áður en hann verður við beiðni forsætisráðherra undir slíkum kringumstæðum. Baldur er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Baldur Thorhallsson - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Baldur Thorhallsson - 4.mp4

„Það gerist reglulega, kannski annan hvern áratug eða svo, að forsætisráðherra gengur á fund forseta á miðju kjörtímabili og óskar eftir því að forseti rjúfi þing og boði til kosninga. Þá kemur spurningin, eins og þú nefndir áðan, á forseti að verða við beiðni forsætisráðherra?“ segir Baldur.

„Að mínu mati þarf forseti aðeins þarna að staldra við því hann þarf að skoða hver er vilji þingsins, aftur á grundvelli þingræðisreglunnar. Ef til vill vill þingið bara skipta um forsætisráðherra. Það er bara að losa sig við forsætisráðherrann og vill bara nýjan, kannski með sama þingmeirihluta. Eða það sé kominn nýr þingmeirihluti með nýrri ríkisstjórn og nýjum forsætisráðherra.“

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ105_NET_BÞ.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ105_NET_BÞ.mp4

Baldur segir að forseti þurfi að ráðfæra sig við þingið áður en hann tekur ákvörðun um það hvort hann verði við beiðni forsætisráðherra. „Ef það er þannig að það sé ljóst að meirihluti þingsins vilji ganga til kosninga þá auðvitað verður forseti við beiðni forsætisráðherra, en það fer raunverulega eftir vilja þingsins. Þannig að aftur, þá má ekki vera sjálfsafgreiðsla á Bessastöðum. Það skiptir miklu máli að doka við og hraða sér ekki um of heldur skoða í grunninn hver er vilji þingsins.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjórnin geti ekki klárað nein mál lengur – Vonlaust hjónaband og Íslandsmet í væli

Ríkisstjórnin geti ekki klárað nein mál lengur – Vonlaust hjónaband og Íslandsmet í væli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jódís búin að fá nóg af sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins – „Orðið ansi þreytandi“

Jódís búin að fá nóg af sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins – „Orðið ansi þreytandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Styrk forysta Bjarna Ben – skýr framtíðarsýn – hyggst draga úr mannréttindabrotum

Svarthöfði skrifar: Styrk forysta Bjarna Ben – skýr framtíðarsýn – hyggst draga úr mannréttindabrotum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gunnar Dan skrifar: Bill Wilson, stofnandi AA lék sér með hugvíkkandi efni

Gunnar Dan skrifar: Bill Wilson, stofnandi AA lék sér með hugvíkkandi efni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kaldar kveðjur að gera Katrínu að blóraböggli – „Sumt verður aldrei tekið til baka“

Kaldar kveðjur að gera Katrínu að blóraböggli – „Sumt verður aldrei tekið til baka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samþykkt að fjármagna viðhald myglaðra skóla með láni í evrum frá þróunarbanka – „Það er ekki ókeypis að fá peninga að láni“

Samþykkt að fjármagna viðhald myglaðra skóla með láni í evrum frá þróunarbanka – „Það er ekki ókeypis að fá peninga að láni“
Hide picture