fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar

Eyjan
Laugardaginn 18. maí 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvutæknin fyrir löngu búin að skáka mannshuganum. Tölvan hefur afburða minni, mikla ályktunarhæfni og ótrúlega rökhyggju. Hún hefur aðgang að endalausu gagnamagni og getur dregið saman aðalatriði flókinnar umræðu á sekúndubroti. Það eina sem tölvan kann ekki eru mannleg samskipti.

Gamall vinur minn hefur gengið lengi milli lækna vegna þrálátra veikinda. Honum hefur verið stungið inn í ótal röntgenskilvindur og séð á eftir miklu blóðmagni ofan í tilraunaglös. Öll helstu líffæri hafa verið ómuð eða spegluð. Þrátt fyrir allar þessar rannsóknir gengur illa að komast að einhverri niðurstöðu.

Eftir því sem læknaheimsóknum fjölgar verða læknarnir ópersónulegri. Þeir stara inn í tölvuskjáinn og lesa texta eða rýna í myndir meðan þeir þykjast vera að tala við sjúklinginn. Hann hefur margsinnis farið í gegnum heilt læknisviðtal þar sem viðkomandi leit aldrei á hann eða spurði einhverra spurninga. Öll svör voru fólgin á hörðum disk tölvunnar svo að sjúklingurinn var eiginlega óþarfur. Stundum fannst honum eins og læknirinn vissi ekki að hann var á staðnum svo niðursokkinn var doktorinn að ráða í boðskap tölvunnar. „Læknarnir láta á sér skiljast að ég sé að lítilsvirða tæknina þegar engin greining finnst,“ sagði hann dapur og sakbitinn. „Svo þeir alveg eru hættir að tala við mig.“ Tölvutæknin hjálpar mönnum að safna saman gríðarlegu gagnamagni en kemur aldrei í staðinn fyrir eðlilegt samtal og skoðun. Hippókrates sagði fyrir 2500 árum að sjúklingurinn vissi alltaf best hvernig sér liði. Fremsti læknir Sturlungu, Hrafn Sveinbjarnarson, sagði við mig í draumi á dögunum: „Læknir sem felur sig inni í tölvu í stað þess að tala við sjúklinginn ætti kannski að frekar að fá sér vinnu í tölvubúð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Pólitískur gereyðingarmáttur Íhaldsins

Svarthöfði skrifar: Pólitískur gereyðingarmáttur Íhaldsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Af grásleppu og „hátignarkomplexum“ VG 

Björn Jón skrifar: Af grásleppu og „hátignarkomplexum“ VG 
EyjanFastir pennar
22.06.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …
EyjanFastir pennar
22.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið
EyjanFastir pennar
16.06.2024

Björn Jón skrifar: Ríkisvaldið hefur seilst alltof langt

Björn Jón skrifar: Ríkisvaldið hefur seilst alltof langt
EyjanFastir pennar
15.06.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Það er hægt að breyta um pólitískan kúrs

Sigmundur Ernir skrifar: Það er hægt að breyta um pólitískan kúrs