fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sighvatur vill að þingmenn axli ábyrgð – „Hvaða þing­menn eru þetta?“ – „Hví er verið að hlífa þeim?“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 23. janúar 2021 10:00

Sighvatur Björgvinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heil­brigðisráðherra með stuðningi rík­is­stjórn­ar­inn­ar geng­ur sjálf gegn því, sem hún hafði áður bent á og lög­fræðileg­ur ráðunaut­ur henn­ar ít­rekað, að vafa­samt sé hvort gild­andi lög heim­ili henni að grípa til jafn ákveðinna ráðstaf­ana og að skylda alla ferðamenn, sem hingað til lands koma, til að und­ir­gang­ast tvö­falda skimun gegn Covid-19-veirunni“.

Svona hefst grein sem Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra skrifar en greinin birtist í Morgunblaðinu í dag. „Hvers vegna geng­ur ráðherra svona þvert á sína fyrri af­stöðu?“ spyr Sighvatur. „Vegna þess, að hún er að verja þjóð sína. Verja þjóð sína fyr­ir aðsteðjandi hættu, sem gæti haft ekki ófyr­ir­sjá­an­leg­ar held­ur fyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar til heilsutjóns fyr­ir þjóðina og til ólýs­an­legra hörm­unga fyr­ir ekki bara heilsu­far henn­ar og þegna henn­ar held­ur heil­brigðisþjón­ust­una sjálfa eins og horf­urn­ar eru í mörg­um ná­læg­um lönd­um.“

Sighvatur veltir því fyrir sér hvers vegna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra grípur til þess ráðs að taka ákvarðanir sem hún og ráðgjafar hennar efast um að lagalegur grundvöllur sé fyrir. „Hvers vegna hætt­ir ráðherra með stuðningi rík­is­stjórn­ar­inn­ar á, að henni gæti jafn­vel verið stefnt fyr­ir dóm­stóla fyr­ir að hafa sniðgengið lög um heim­ild ráðherra til at­hafna? Er það vegna þess, að ráðherr­ann og rík­is­stjórn­in hafi van­rækt að sækja sér nauðsyn­leg­ar heim­ild­ir til Alþing­is til þess að geta varið þjóð sína fyr­ir aðsteðjandi hættu? Nei,“ segir hann.

„Slíkt frum­varp var lagt fyr­ir Alþingi Íslend­inga fyr­ir hart nær þrem­ur mánuðum – en ekki hef­ur tek­ist að af­greiða það og sér ekki fyr­ir um hvort það muni auðnast né hvenær. Hvers vegna ekki? Hvaða öfl og/​eða hvaða ein­stak­ling­ar á lög­gjaf­ar­sam­komu þjóðar­inn­ar bera ábyrgð á því, að sú af­greiðsla hef­ur dreg­ist og dreg­ist uns svo er komið, að ráðherr­ann með stuðningi rík­is­stjórn­ar­inn­ar þarf að grípa til aðgerða til þess að verja þjóð sína, sem vafi er tal­inn á um að hún hafi laga­lega heim­ild til? Ekki er sá drátt­ur or­sakaður af and­stöðu ferðaþjón­ust­unn­ar nema síður sé. Hún þvert á móti styður ákvörðun ráðherr­ans. Ekki staf­ar sá drátt­ur af and­stöðu stjórn­ar­and­stöðunn­ar svo vitað sé. Að minnsta kosti hef­ur Sam­fylk­ing­in hvatt ein­arðlega til af­greiðslu um­ræddr­ar laga­heim­ild­ar og eng­inn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hef­ur lýst sig and­víg­an því.“

Sighvatur spyr þá hver andstaðan sé gegn því að þjóðin fái þá vörn sem hún þarf á að halda. „Er það ein­hver hluti stjórn­arþing­mann­anna sjálfra, sem tafið hef­ur af­greiðslu þeirra laga­ákvæða í frum­varpi heil­brigðisráðherra og rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem tryggja þann rétt að veita þjóðinni þá nauðvörn sem þjóðin þarfn­ast?“ spyr hann.

„Ég ætla ekki að geta mér þess til hvaða þing­menn eða hvaða öfl þar eru á ferðinni. En þjóðin sjálf á kröfu til þess að það sé upp­lýst. Eru það sömu þing­menn, sem ábyrgðina bera, og beitt hafa sér gegn flest­um eða öll­um þeim úrræðum, sem nýtt hafa verið að hálfu stjórn­valda til þess að verja ís­lensku þjóðina fyr­ir hættu­leg­asta vá­gesti, sem hún hef­ur þurft að mæta í heila öld? Þeir hafa fátt viljað gera til þess að hlífa þjóð sinni. Hví er verið að hlífa þeim?“

Sighvatur segir að þjóðin eigi rétt á að vita hverjir það séu sem bera ábyrgðina á því að fullnægjandi laga­stoð hafi ekki verið sett til grund­vall­ar þeim vörn­um, sem rík­is­valdið hef­ur sett. „For­sæt­is­nefnd Alþing­is, sem á að fylgja fram af­greiðslu á þeim mál­um, sem þjóðarnauðsyn er á að af­greidd séu, verður að svara því. Verður að svara því und­an­bragðalaust,“ segir hann.

„Þeirri ein­földu spurn­ingu: Hvaða þing­menn eru þetta? Gam­all þingmaður, sem starfað hef­ur á og í tengsl­um við Alþingi í nær­fellt þrjá ára­tugi veit fyr­ir víst, að svona taf­ir á mik­ils­verðri laga­setn­ingu eru ekki ein­ber til­vilj­un. Hún verður til aðeins vegna þess, að ein­hverj­ir á Alþingi Íslend­inga vilja hamla af­greiðslu máls­ins. Hverj­ir eru það? Varla get­ur verið, að þeir hinir sömu þing­menn vilji þegja um það? Vilji ekki að þjóðin fái að vita um þeirra viðhorf og þeirra and­stöðu – og hverj­ir þeir eru. Eða er það svo?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn