fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Páskamartröð Ásdísar Olsen – UPPFÆRT: Málið leyst

Eyjan
Föstudaginn 10. apríl 2020 16:00

Ásdís Olsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekið skal fram vegna þessarar fréttar frá því á föstudaginn langa að vandamál Ásdísar Olsen er leyst og á Nova heiðurinn að því. Nova á enn fremur enga sök í málinu. Sjá nánar: Ásdís þakklát NOVA sem leysti málið eftir að hún varð fyrir barðinu á kortasvikara 

Ásdís Olsen, aðjunkt við HÍ, dagskrárgerðarkona og núvitundarfrumkvöðull greinir frá leiðinlegri upplifun á Facebook-síðu sinni í dag. Ásdís segir frá því að einhver sé búin að taka samtals 809.000 krónur af bankareikningi hennar. Færslurnar voru teknar út hjá símafyrirtækinu Nova, en þar er engin við sem getur hjálpað henni.

Þá virðist þrjóturinn ítrekað hafa reynt að taka meira af kortinu hennar, upphæðum að andvirði fleiri hundruð þúsunda.

„Einhver búinn að taka út 798.000 og 11.000 út — og svo þetta!! allar færslurnar á Nova og enginn við þar!! Hvað geri ég? Valitor segir mér að fylla út skýrslu?“

Ásdís bætir við ummælum við færslu sína. Þar kartar hún yfir annars vegar Valitor og hins vegar Nova.

„Valitor í alvöru!!! — tókst að fylla út kvörtunar formið með því að fá lánaðar gáfur hjá mörgum vinum — breyta vefformati í pdf skjal, skrifa undir — (það er maus) og senda skjal með tölvupósti“

„Er búin að tala við Valitor og fylla út formið og loka öllum kortum en finnst ég þurfi að stoppa Nova af að afhenda vörur, en næ ekki í neinn þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki