fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Eyjan

Hörður gagnrýnir fjármálastjórn borgarstjórnarmeirihlutans – „Heimatilbúinn vandi“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 08:00

Hörður Ægisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissjóður stendur ágætlega og því er hægt að beita honum nú í heimsfaraldri kórónuveirunnar til að vinna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins. Meðal annars er hægt að auka opinberar fjárfestingar og styðja við heimili og fyrirtæki. En þetta er ekki ávísun á að hægt sé að umgangast ríkissjóð eins og opinn bar.

Þetta segir í inngangi greinar, sem ber fyrirsögnina „Ekki stikkfrí“, eftir Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðar Fréttablaðsins, í Fréttablaðinu í dag. Hörður segir að lánsfjárþörf ríkisins fram til 2025 sé um þúsund milljarðar vegna fyrirséðs hallarekstrar. Ekki liggi enn fyrir hvernig þessi skuldbinding verði fjármögnuð en Seðlabankinn hefur ekki enn látið að sér kveða með beinum kaupum á ríkisskuldabréfum. Á meðan óvissa ríkir um þetta er hætta á að langtímavextir á markaði hækki sem eykur þá vaxtakostnað ríkisins. Þetta myndi síðan hafa áhrif á lánamarkaðinn að sögn Harðar og gera fjármögnun fyrirtækja dýrari og auka aðhald á sama tíma og efnahagshorfur fara versnandi. En kórónukreppan er ekki bara bundin við ríkissjóð segir Hörður.

„Fjárhagsstaða sumra sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, var veik fyrir en nú blasir við alvarlegur hallarekstur til næstu ára og við því þurfa þau að bregðast. Sú leið sem sveitarfélögin hafa farið er að óska eftir aðkomu ríkisins með beinu óendurkræfu fjárframlagi upp á 50 milljarða króna. Það er samt ekki allt. Fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarmeirihlutanum lýsti því yfir um helgina í fjölmiðlum að Reykjavíkurborg væri jafnframt að biðja um aðra eins upphæð sérstaklega í sinn vasa frá ríkinu. Skattgreiðendur, sama í hvaða sveitarfélagi þeir búa, ættu í reynd að gleðjast yfir þessari beiðni enda væri Reykjavík borg allra landsmanna. Ekki er víst að allir landsmenn taki undir þann málflutning,“

segir Hörður og bendir á að meirihlutinn í borgarstjórn hafi ítrekað fullyrt að fjárhagur borgarinnar standi traustum fótum.

„Það skýtur skökku við nú þegar staðan er sú, eins og fram hefur komið í minnisblaði sviðsstjóra fjármálasviðs borgarinnar, að fjármögnunarvandinn sé slíkur – vegna tekjusamdráttar og aukinna útgjalda – að það stefni í „algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára“,

segir hann og bætir við að ekki sé hægt að leysa þennan vanda með miklum lántökum „„þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára framundan standa undir afborgunum““.

Hér er um grafalvarlega stöðu að ræða segir Hörður sem kemur upp þegar borgin er með útsvars- og fasteignaprósentur við lögbundið hámark.

„Það er mikið áhyggjuefni að uppgangsárin hafi ekki verið nýtt betur til að búa í haginn fyrir mögru árin og byggja upp sterkari sjóðsstöðu. Þannig jukust tekjur borgarinnar um tæplega 24 prósent að raunvirði 2015 til 2019 á meðan skuldirnar jukust um 27 prósent. Sumt hefur þróast til betri vegar í höfuðborginni undanfarin ár, en eitt af því er ekki fjármálastjórn meirihlutans. Vandinn þar er heimatilbúinn og lýsir sér meðal annars í því að Reykjavíkurborg, sem er með um 20 prósent fleiri starfsmenn á hvern íbúa en Kópavogsbær, hefur mistekist að nýta sér stærðarhagkvæmni í rekstrinum. Í stað þess að betla meiri pening af ríkinu, sem á nóg með sig, ætti borgin að leita allra leiða til hagræðingar – þar er af nægu að taka – og um leið að koma til móts við fyrirtæki í erfiðleikum og búa þeim samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Við þessar aðstæður geta stjórnendur og meirihlutinn í borginni ekki verið stikkfrí frá því að taka sársaukafullar ákvarðanir,“

segir Hörður svo í niðurlagi greinarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð
Eyjan
Í gær

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu