fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Eyjan

Svört spá – Allt að 25% atvinnuleysi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 08:00

Reykjanesbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi á Suðurnesjum verði komið í 25% fyrir jól. Engin dæmi eru til um svo mikið atvinnuleysi síðan mælingar hófust. Á landsvísu er atvinnuleysi nú rúmlega 10% en á Suðurnesjum mælist það 19,8%.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, að staðan sé grafalvarleg og hún sé dauðhrædd við veturinn.

„Ég vona að stjórnvöld komi til móts við þennan stóra hóp með sértækum aðgerðum. Það hefur nú þegar talsvert verið gert, en það þarf meira til ef atvinnuleysið er að ná þessum hæðum,“

sagði hún einnig.

Morgunblaðið segir að samkvæmt því sem komi fram í nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar þá sé nú talið að atvinnuleysi á landsvísu sé komið yfir 10% og muni aukast enn frekar á næstu mánuðum. Í september mældist atvinnuleysi 9,8%. Af því voru 9.0% almennt atvinnuleysi en 0,8% tengt minnkuðu starfshlutfalli.

Á Suðurnesjum mældist heildaratvinnuleysi í ágúst 18% en mældist 19,6% í september og talið er að það fari í 19,8% í október.

Í gögnum, sem er hægt að sjá á vef Vinnumálastofnunar, kemur fram að útlitið sé enn dekkra því stofnunin spáir 21,9% atvinnuleysi á Suðurnesjum í desember. Verst verður ástandið í Reykjanesbæ en þar spáir stofnunin 24,6% atvinnuleysi í desember og að atvinnuleysi kvenna geti orðið allt að 26,5% í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður