fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Eyjan

Leikskólagjöldin hækka – Allt að 14 þúsund króna munur milli sveitarfélaga

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. janúar 2020 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að gjöldin hækka milli ára hjá öllum sveitarfélögum nema Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum. Greint er frá þessu á vef ASÍ og sjá má heildartöfluna hér: Leikskólagjöld 2019-2020

Leikskólagjöldin hækka mest á Seltjarnarnesi um tæplega 7% fyrir 8 tíma vistun með fæði og næst mest í Garðabæ um rúm 3%. Leikskólagjöldin lækka um 3,7% í Mosfellsbæ en standa í stað milli ára í Vestmannaeyjum.

Lægst í Reykjavík

Almenn leikskólagjöld fyrir 8 tíma vistun með fæði eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík og munar þar tæplega 14.000 krónum á mánuði eða 53% . Sömu gjöld fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík og hæst í Sveitarfélaginu Árborg en þar nemur munurinn ríflega 3.300 kr. á mánuði eða 12,6%. Gjöld fyrir níu tíma vistun á leikskóla er hinsvegar hæst hjá Fljótsdalshéraði en lægst í Mosfellsbæ.

Mestar hækkanir á leikskólagjöldum á Seltjarnarnesi
Oftast eru hækkanir á leikskólagjöldum milli ára um eða undir 2,5% og eru hækkanir ekki umfram það hjá 14 sveitarfélögum af þeim 16 sem skoðuð eru. Seltjarnarnes sker sig úr, en þar hækkar 8 tíma vistun með fæði um 6,9% sem má rekja til 10% hækkunar á tímagjaldi. Í krónum talið hækka 8 tímar með fæði á Seltjarnarnesi því um 1.872 kr. á mánuði eða 20.592 kr. á ári sé miðað við 11 mánaða vistun. Á sama tíma hækkar níundi tíminn um 87,4% eða úr 3.505 kr. í 6.569 krónur og þá hækkar 9 tíma vistun á leikskóla um 16,1% milli ára. Næst mest hækkar 8 tíma vistun með fæði í Garðabæ um 3% en hækkunina má rekja til 2,5% hækkunar á tímagjaldi og 5,6% hækkunar á fæðisgjaldi.

8 tímar með fæði lækka um 3,7% milli ára í Mosfellsbæ sem er tilkomið vegna 5% lækkunar á tímagjaldi. Leikskólagjöldin standa í stað millli ára í Vestmannaeyjum en 8 tíma vistun með fæði hækkar minnst í Hafnarfirði um 0,64% sem má rekja til 5% hækkunar á fæðisgjaldi.

8 tímar dýrastir í Garðabæ en ódýrastir í Reykjavík
Gjöld fyrir 8 tíma vistun í leikskóla með fæði eru hæst í Garðabæ, 40.613 kr. og eru þau 53% dýrari í en í Reykjavík þar sem þau eru lægst, 26.616 kr. sem gerir 13.997 kr. mun á mánuði eða 153.967 kr. á ári sé miðað við 11 mánaða vistun. Næst hæst eru gjöldin á Fljótsdalshéraði, 39.535 kr. en þau þriðju hæstu á Akranesi, 39.235 kr.

Eins og komið hefur verið inn á er Reykjavík með lægstu gjöldin fyrir 8 tíma vistun með fæði, 26.616 kr., Seltjarnarnes með þau næst lægstu, 29.052 kr. og Mosfellsbær er með þriðju lægstu gjöldin, 31.282 kr.

Árborg með hæstu gjöldin fyrir forgangshópa en Reykjavík þau lægstu
Öll sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir ákveðna hópa sem nefndir eru forgangshópar en algengt er að einstæðir foreldrar og námsmenn tilheyri þessum hópum þó það sé misjafnt eftir sveitarfélögum. Hæstu leikskólagjöldin fyrir forgangshópa, miðað við 8 tíma vistun og fæði eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 29.972 kr. en þess má geta að þau eru 12,6% eða 3.356 kr. hærri en almenn gjöld í Reykjavík sem eru 26.616 kr.

Litlu munar á Sveitarfélaginu Árborg og Reykjanesbæ sem er með næst hæstu gjöldin, 29.755 kr. og þriðju hæstu gjöldin fyrir forgangshópa má finna í Fljótsdalshéraði, 29.199 kr.

Reykjavíkurborg er með lægstu gjöldin fyrir forgangshópa en þar kosta 8 tímar með vistun 17.688 kr. og 20.831 kr. hjá Seltjarnarnesi sem er með næst lægstu gjöldin. Hafnafjörður er með þriðju lægstu gjöldin fyrir forgangshópa, 21.110 kr.

9 tímar með fæði dýrastir hjá Fljótsdalshéraði en ódýrastir í Mosfellsbæ
Tímagjaldið fyrir níunda tímann er í lang flestum tilfellum hærra tímagjaldið fyrstu 8 klukkutímana og geta því heildargjöldin fyrir 9 tíma vistun verið töluvert hærra en fyrir 8 tíma vistun. Gjöld fyrir 9 tíma vistun með fæði eru hæst í Fljótsdalshéraði, 49.517 en þar kostar níundi tíminn einn og sér 9.982 kr.

Næst hæst eru gjöldin í Garðabæ, 48.785 kr. en þar kostar níundi tíminn 8.172 krónur. Lægstu gjöldin fyrir 9 tíma með fæði eru í Mosfellsbæ, 35.563 kr. en þau lækkuðu um 4,3% frá fyrra ári. Næst lægst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 35.621 kr. en þau hækkuðu um 16,1% milli ára. Reykajvík er með þriðju lægstu gjöldin fyrir 9 tíma vistun, 37.159 kr. en þau hækkuðu um 2,5% um áramótin.

Minnstu systkinaafslættirnir í Kópavogi
Systkinaafslættir geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna til leikskóla ef fjölskyldur eru með fleiri en eitt barn. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% fyrir þriðja barn. Hæstu afslættirnir eru í Reykjavík og Hafnarfirði þar sem 75% afsláttur er af gjöldum fyrir annað barn í leikskóla og 100% afsláttur fyrir þriðja barn.

Lægstu systkinaafslættirnir eru í Kópavogi en þar er 30% afsláttur af gjöldum fyrir annað barn og 75% afsláttur fyrir þriðja barn. Tekið skal fram að í sumum sveitarfélögum er veittur systkinaafsláttur milli skólastiga og gildir afslátturinn því líka fyrir skóladagvistun.

Leikskólagjöld 2019-2020

Um úttektina
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæðis hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2019 til 1. janúar 2020.

Verðlagseftirlitið kannaði breytingar á gjaldskrám fyrir vistun og fæði í leikskólum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2019. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir tvennt gott við feril Trumps – Fann fyrir líkamlegum létti í dag

Segir tvennt gott við feril Trumps – Fann fyrir líkamlegum létti í dag
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þung orð falla vegna brotthvarfs Ágústs Ólafs af lista – „Andstyggilegustu erjurnar í pólitík og mest mannskemmandi“

Þung orð falla vegna brotthvarfs Ágústs Ólafs af lista – „Andstyggilegustu erjurnar í pólitík og mest mannskemmandi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór hjólar í Björn Leví – „Af hverju lætur þessi maður alltaf svona?

Halldór hjólar í Björn Leví – „Af hverju lætur þessi maður alltaf svona?