fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Fyrrverandi húsnæði fyrir heimilislausa til leigu – Þrjú hús og 30 herbergi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. september 2020 14:00

Víðines. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæði sem hýst hefur vistheimili að Víðinesi á Álfsnesi hefur verið auglýst  til leigu. Heildarstærð húsa og millibygginga eru rúmir 2.000 fermetrar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Um tíma bjó töluverður fjöldi heimilislauss fólks á vistheimilinu og fór misjöfnum sögum af því. Þetta fólk fékk allt ný húsnæðisúrræði áður en vistheimilið var lagt niður.

Eins og fram kom í umfjöllun DV á sínum tíma létu sumir heimilismenn í Víðinesi vel af vistinni en þá ríkti óvissa um framtíðarhúsnæði þeirra:

Sjá einnig: Óvissa um Víðines: Við erum gleymdi hér og óttumst framtíðina 

Húsnæðið samanstendur af þremur samtengdum húsum með 30 stórum herbergjum, ásamt þjónusturýmum og eldhúsi.

Eitt húsið er á tveimur hæðum en hin eru á einni hæð. Gert er ráð fyrir að leigutími verði ótímabundinn með 12 mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti.

Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast útleigu og býður til skoðunarferðar um eignina miðvikudaginn 23. september, kl. 15 – 16, en það er í næstu viku.

Leiguverð kemur ekki fram í tilkynningu frá borginni en óskað er eftir tilboðum:  „Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu hússins skal skila í lokuðu umslagi merkt „Víðines leiga“ í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12‐14 fyrir kl. 13.00 miðvikudaginn 9. október 2020.“

Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun