fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Eyjan

Hörður segir ríkisstjórnina hafa farið á taugum – Framseldi völdin til læknis úti í bæ

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 07:50

Hörður Ægisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskiljanleg kúvending hefur orðið í stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu. Ákvörðun um að loka landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví var tekin í óðagoti. Þetta kemur meðal annars fram í grein Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðar Fréttablaðsins, í Fréttablaðinu í dag en yfirskrift hennar er: „Farið á taugum“.

Hörður segir að fyrr í sumar hafi það sjálfsagða skref verið tekið að liðka fyrir frjálsri för fólks til og frá landinu og hafi það reynst afar vel. Ráðist hafi verið í fjárfestingu svo hægt væri að skima fimm þúsund manns á landamærunum. Flestir hafi staðið í þeirri trú að þetta væri gert til að hægt yrði að halda áfram á sömu braut.

„Hægt yrði að halda landamærunum opnum, með varrúðarráðstöfunum, þannig að ferðafrelsið – sem telja má til mikilvægra mannréttinda í opnu frjálsu lýðræðisríki – væri ekki skert og ferðaþjónustan gæti aflað þjóðarbúinu gjaldeyristekna. Þetta reyndist allt vera misskilningur. Ákvörðun stjórnvalda um að loka landinu fyrir ferðamönnum, með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví, var tekin í óðagoti.“

Segir Hörður og bætir við að harkalegasti valkosturinn hafi verið valinn án þess að heildstæð greining á efnahagslegum áhrifum væri gerð.

„Það eru ekki boðleg vinnubrögð. Ríkisstjórnin fór á taugum og í stað þess að stýra atburðarásinni, sem sóttvarnalæknir hefur sérstaklega kallað eftir að hún geri, kaus hún að framselja völdin til embættismanna og læknis úti í bæ. Það er skandall.“

Því næst segir hann að sumir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi reynt að standa gegn ákvörðuninni en án árangurs. Það hljóti að vera bæði flokknum og kjósendum hans áhyggjuefni að hann hafi ekki meira vægi í ríkisstjórnarsamstarfinu en raun ber vitni. Þetta geti orðið flokknum dýrkeypt í næstu kosningum.

Frostavetur í vændum

Hörður segir að frostavetur sé í vændum því mikill fjöldi fyrirtækja eigi nú ekki annarra kosta völ en að fara í tímabundið greiðsluskjól eða óska eftir gjaldþrotaskiptum. Mörg þúsund manns muni missa vinnuna.

„Efnahagslegar afleiðingar þessarar misráðnu ákvörðunar hafa strax komið fram. Fyrir utan þúsundir afbókana ferðamanna til landsins hafa erlendir fjárfestingarsjóðir, stærstu eigendur íslenskra ríkisskuldabréfa, í vikunni selt þær eignir fyrir marga milljarða með tilheyrandi gengisveikingu krónunnar – sem Seðlabankinn reynir að sporna við með sölu gjaldeyris – og verðbólguvæntingar hafa snarhækkað. Ekki er að sjá að sú atburðarás hafi verið tekin með í þeim dæmalausu útreikningum sem voru að baki þeirri ákvörðun, byggðri á minnisblaði fjármálaráðuneytisins, að það væri efnahagslega skynsamlegt að skella landinu í lás.“

Segir Hörður og lýkur grein sinni á að benda á að segja að búið sé að skapa óraunhæfar væntingar hjá almenningi um smitlaust samfélag því útlendingum sé haldið frá landinu.

„Örfáir hafa verið að greinast með smit og aðeins einn einstaklingur liggur á sjúkrahúsi. Enginn er á gjörgæslu eða í öndunarvél. Það er vel. En er það stefnan að framfylgja svo hörðum sóttvarnaaðgerðum sem ganga gegn stjórnarskrárvörðum réttindum og eru langt umfram nokkurt meðalhóf miðað við hættuna? Ef svo er, þá er illa fyrir okkur komið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður