fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Brynjar segir sykurskatt Svandísar galinn: „Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 13:52

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fyrirhugaður sykurskattur Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra sé galinn og leiði sennilega heldur til verri andlegrar heilsu:

„Sérstakur sykurskattur er í eðli sínu galinn, jafnvel þó hann væri eingöngu hugsaður sem tekjuöflun ríkissjóðs. Hærri og íþyngjandi skattar hafa ekki leitt til betri heilsu nokkurs manns. Sennilega leiðir það til hins gagnstæða, að minnsta kosti hvað andlega heilsu varðar.“

Neyslustýring með sköttum virki ekki

Samkvæmt rannsóknum eru þeir sem eru tekjulágir og minna menntaðir líklegri til að lifa óheilbrigðara líferni og lifa því skemur. Markmiðið með sykurskattinum er að snúa þeirri þróun við. Brynjar segir sykur ekki nýjan af nálinni og að „Skattafíklarnir“ viti betur hjá Landlæknisembættinu:

„Sykur er ekki nýtt fyrirbæri sem hefur gert okkur feit á skömmum tíma. Við erum feitari nú en áður vegna þess að étum meira og hreyfum okkur minna. Þetta vita skattafíklarnir hjá Landlækni. Má ekki ætla að þjóð sem glímir við meira þunglyndi, depurð og kvíða en aðrar þjóðir verði feitari en gengur og gerist? Það er nú talsverð huggun i mat og drykk.“

Brynjar tekur einnig dæmi um skatt á tóbak og áfengi til marks um að slíkir skattar hafi engin áhrif á neyslu fólks:

„Í gamla daga, þegar ég var ungur, voru áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð mjög reglulega og langt umfram verðþróun. Hafði það engin áhrif á neysluna en leiddi til aukins smygls þegar verst lét. Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu en tóbaksneysla hefur breyst, sem hefur ekkert með skattlagninguna að gera.“

Engin fitusmánun

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var sökuð um fitufordóma af Samtökum um líkamsvirðingu, með því að leggja til sykurskattinn svokallaða:

„Að ætla að taka feitt fólk út fyrir sviga til að fá stuðning við sykurskatt gerir lítið annað en að kynda undir það bál fitufordóma sem þarf svo sannarlega ekki á auka brennivið að halda.“

Svandís sagði sjálf að hlutfall feitra væri of hátt á Íslandi og sykurneysla auki líkur á offitu. Brynjar kemur Svandísi til varnar hvað þetta varðar:

„Því er ekki að neita að offita er stórkostleg heilsuvá og ekkert óeðlilegt við að menn leiti allra ráða til að spyrna við fæti. Í þeirri viðleitni felst engin óvirðing eða fordómar gegn feitu fólki. Vill einhver segja þessum félagsskap um líkamsvirðingu að þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn