fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Eyjan

Segir inngripið grafalvarlegt mál: „Formaður VR hlýtur nú að bjóða sig fram til setu í stjórn“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er ég hvort í senn lántakandi hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og með megnið af mínum lífeyrissparnaði þar. Ég hef jafnframt átt sæti í stjórn lífeyrissjóðs og þekki því ágætlega þá ábyrgð og þær skyldur sem hvíla á stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Sú ákvörðun Trúnaðarráðs VR að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn sjóðsins vegna breyttra viðmiða við vaxtaákvarðanir veldur mér mun meiri áhyggjum en það að vextir á láninu mínu hafi hækkað um 0,2%.“

Svo ritar Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem gagnrýnir trúnaðarráð VR fyrir að hafa afturkallað umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna á dögunum. Hann efast um lögmætið og segir málið grafalvarlegt.

Fjármálaeftirlitið kanni málið

Þorsteinn segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að kanna lögmæti inngripa VR vegna inngripsins:

„Hér er um að ræða bein afskipti stjórnar VR af ákvörðunum stjórnar lífeyrissjóðsins, án þess að því fylgi nokkur ábyrgð af hálfu hinna fyrrnefndu. Ég trúi ekki öðru en að Fjármálaeftirlitið muni muni kanna lögmæti þessara inngripa VR. Hlutverk lífeyrissjóða er skýrt og einfalt. Að ávaxta þau iðgjöld sem sjóðfélagar greiða til sjóðsins og tryggja þeim hámarkslífeyri á grundvelli þeirra. Þar liggur ábyrgð og skylda stjórnarmanna sjóðanna. Lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt óheimilt að „hafa með höndum aðra þá starfsemi en nauðsynleg er til að ná þeim tilgangi“ eins og segir í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Vaxtaákvarðanir lífeyrissjóða verða ávallt að taka mið af eðlilegum markaðskjörum og hvaða aðrir fjárfestingarkostir eru í boði fyrir sjóðinn hverju sinni. Einungis lítill hluti sjóðfélaga er nefnilega lántaki hjá sjóðnum og hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda fara ekki endilega saman. Og þá ráða hagsmunir sjóðfélaga. Skýrt og einfalt.“

Grafalvarlegt mál

Þorsteinn segir að nú hljóti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að vilja hrista af sér ásakanir um skuggastjórnun með því að bjóða sig fram til setu í lífeyrissjóðnum:

„Inngrip sem þetta af hálfu verkalýðsfélags er grafalvarlegt mál. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á því að hann starfi samkvæmt lögum. Ekki verður séð að VR hafi fært nein rök fyrir því að ákvarðanir stjórnarinnar hafi verið í bága við lög eða hagsmuni sjóðsfélaga. Þvert á móti liggur aðeins fyrir að formaður VR og stjórn og trúnaðarráð hafi haft aðra skoðun á tiltekinni vaxtaákvörðun án þess að rökstyðja þá skoðun sína neitt nánar með hliðsjón af hagsmunum sjóðfélaga. En formaður VR hlýtur nú að bjóða sig fram til setu í stjórn lífeyrissjóðsins. Því það getur ekki talist ásættanlegt að hann stýri hluta stjórnar sem skuggastjórnandi með hótunum um brottrekstur fari þau ekki að hans vilja. Og án allrar ábyrgðar á þeim ákvörðunum sem hann krefst af fulltrúum félagsins í stjórn sjóðsins. Ætli hann hins vegar að standast hæfisskilyrði FME til stjórnarsetu verður hann þó að sýna betri þekkingu á og meiri virðingu fyrir lögum um starfsemi lífeyrissjóða.“

Sjá einnig: Ragnar reiður og segir tímabært að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða:„Allt saman eintómar blekkingar?“

Sjá einnig: Stjórn VR lýsir yfir trúnaðarbresti:„Eins og þruma úr heiðskýru lofti“

Sjá einnig: Ragnar Þór ósáttur:„Þetta er óþolandi!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“