fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja stígur fram –„Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var búinn að vinna svo lengi með þessu fólki og ég á bara svo erfitt með að trúa þessu,“ segir Sigursteinn Ingvarsson, sem var fjármálastjóri Samherja í 14 ár, þangað til að hann hætti árið 2016, við Stundina.

Samkvæmt Samherjaskjölunum hafði Sigursteinn réttindi til að millifæra og hafa umsjón með bankareikningi félags Samherja á Kýpur, Esju Seafood, sem til dæmis var notað til að greiða mútur upp á hálfan milljarð króna til Tundavala Investments í Dubai, að sögn Stundarinnar.

Sigursteinn segir við Stundina að hann hafi ekkert vitað um mútugreiðslurnar. Þá segir hann einnig að hann hafi ekki vitað af því að hann hefði haft leyfi til að millifæra af reikningi Esju Seafood:

„Nei. Ok, ég vissi það ekki. Þetta kemur mér verulega á óvart. Ég þekki þetta ekki.“

130 félög í samstæðu Samherja

Segir Sigursteinn að hann hafi fyrst frétt af málinu í fjölmiðlum og að þó svo hann hafi verið fjármálastjóri hafi hann ekki haft vitneskju um allt sem fór fram í fjölmörgum félögum Samherja:

„Það eru 130 félög í samstæðunni og ég treysti bara þeim uppgjörum sem komu frá endurskoðendum í hverju landi, og að þeir fjármálastjórar sem væru að vinna í þessum löndum úti, og allan heim, væru að vinna vinnuna sína. Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum úti í heimi. Ég fylgdist bara með því uppgjörin væru endurskoðuð. Ég var ekki að velta því fyrir mér hvert greiðslurnar fóru í hverju landi fyrir sig. Einungis endurskoðuð uppgjör fengu ekki að fara inn í samstæðu Samherja. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór samstæða. Ég fylgdist með rekstrinum en ekki einstaka peningafærslum.“

Engin gögn um Sigurstein

Stundin tekur fram að engin gögn sýni fram á að Sigursteinn hafi komið að því að skipuleggja mútugreiðslurnar. Engir tölvupóstar eða önnur gögn sýni fram á aðkomu hans að einhverju vafasömu. Hinsvegar er sagt að Sigursteinn hafi hinsvegar verið einn háttsettasti stjórnandi félagsins.

Sigursteinn segist hinsvegar ekkert hafa vitað um neitt vafasamt:

„Auðvitað var rætt um þessi félög og farið yfir reksturinn almennt, en daglegur rekstur er bara í viðkomandi landi /

En eins og ég segi þá finnst mér bara eðlilegt á þessari stundu að málið verði rannsakað. Ég tjái mig kannski meira um þetta eftir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG