fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Arctic Fish opnar formlega seiðaeldisstöð í Tálknafirði – skapar 15 ný störf

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 18:00

Mynd: Valdimar Hermann Jóhannesson, nágranni seiðaeldisstöðvarinnar á Tálknafirði, klippir á borða ásamt ungmennum sem störfuðu á stöðinni í sumar. Við sitthvorn endann standa Sigurður Pétursson og Stein Ove Tveiten hjá Arctic Fish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestfirska fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish opnaði í dag formlega seiðaeldisstöð í Tálknafirði. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu í fiskeldi hér á landi en þetta verður ein tæknivæddasta landeldisstöð í heimi sem byggir á vatnsendurnýtingarkerfi. Tilkoma seiðaeldisstöðvarinnar hefur skapað fimmtán heilsársstörf í Tálknafirði og yfir álagstíma við seiðaútsetningar er bætt við starfsmönnum en í sumar kom tugur starfsmanna til viðbótar.

Landeldisstöðin er sú fyrsta hér á landi sem byggir að öllu leyti á vatnsendurnýtingartækni og gefur möguleika á framleiðslu stórra eldisseiða til útsetninga á nærliggjandi eldissvæðum fyrirtækisins. Byggingarnar, sem eru samanlagt yfir 10 þúsund fermetrar að stærð, eru þær stærstu sem risið hafa á Vestfjörðum. Með tilkomu þeirra býr Arctic Fish nú yfir fullkominni hita-, fóður- og ljósastýringartækni sem þýðir að nú er hægt að aðlaga eldisaðstæður að mismunandi árgangahópum.

Arctic Fish er nú þegar með sjóeldisstarfsemi í Tálknafirði, auk Patreksfjarðar og Dýrafjarðar, en Tálknafjörður var valinn fyrir landeldisstöðina þar sem þar er að finna náttúrulegar uppsprettur af heitu vatni. Landeldisstöðin er því bæði nálægt jarðvarmasvæði og sjó, þannig að útsetning seiða er möguleg beint úr stöðvarbyggingunum. Allir fimmtán starfsmenn landeldisstöðvarinnar eru búsettir í Tálknafirði og er fyrirtækið stærsti atvinnurekandinn í bæjarfélaginu. Eldisstöðin er byggð með möguleika á frekari stækkun þegar ný eldisleyfi fást.

Höfuðstöðvar Arctic Fish eru í Ísafjarðarbæ og nemur heildarfjöldi starfsmanna þess í land- og sjóeldi á Vestfjörðum á sjöunda tug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt