fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Sanna Madgalena: Húsnæði er mannréttindi en ekki markaðsvara

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 15:40

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er gagnrýnin á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar í pistli á vef Sósíalistaflokks Íslands. Tilefnið er að stefna í málefnum heimilislausra var borin upp til samþykktar á borgarstjórnarfundi í gær.

Hún segist fylgjandi leiðarljósinu í húsnæðisstefnunni, að sýna virðingu á öllum stigum þjónustunnar en mikilvægt sé að setja ekki skilyrði fyrir húsnæði og þjónustu og unnið verði út frá því að veita fólki húsnæði áður en það takist á við aðrar áskoranir sem lífið hafi upp á að bjóða.

Þá þurfi einnig að vera húsnæði til staðar, ef stefnan eigi að ganga upp, sem hafi ekki verið viðkvæðið undanfarin ár:

„Ég styð þessa hugmyndafræði heilshugar en til að ná að vinna út frá því að veita húsnæði fyrst, er nauðsynlegt að húsnæði sé til staðar. Þegar stefna í húsnæðismálefnum Reykjavíkurborgar er skoðuð má sjá að aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði hefur ekki alltaf verið raunin og ég tel nauðsynlegt að vera meðvitaður um þann þátt þegar við erum hér að ræða innleiðingu þessarar stefnu. Ég tel að endurskoðun á húsæðisstefnunni þurfi að fylgja með að einhverju leyti og að hún þurfi að vera byggð á meiri félagslegum grunni, þannig að við getum tryggt að ekkert í húsnæðiskerfum okkar leiði til heimilisleysis. Húsnæði er nefnilega mannréttindi en ekki markaðsvara.“

Reykjavíkurborg semji ekki ábyrgðina frá sér

Sanna nefnir að borgin beri á endanum ábyrgðina og mikilvægt sé að halda því til haga:

„Einn liður í stefnunni snýr að því að velferðarsvið auglýsi eftir samstarfsaðilum um rekstur áfangaheimilisins í Víðinesi á Kjalarnesi. Það er gott að leita til þeirra félagasamtaka sem hafa reynslu og fagþekkingu á þeim málaflokki sem hér um ræðir. Ég vil þó ítreka mikilvægi þess að ábyrgðin liggur alltaf hjá Reykjavíkurborg, sem á að þjónusta fólkið sem hér um ræðir. Reynsla félagasamtaka byggir oft á því að þau fá allt of lítið fjármagn til að veita almennilega þjónustu og slíkt bitnar á fólkinu sem er í þörf fyrir góða þjónustu. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á fjárhagslega ábyrgð Reykjavíkurborgar í þessu fyrirhuguðu samstarfi. Reyndin má ekki verða sú að samningur sé gerður við félagasamtök um rekstur Víðiness, sem byggir á því að samtökin fái ákveðið fjármagn til að halda uppi starfseminni, sem dugar síðan ekki til að sinna öllum þeim þáttum sem þarf að sinna. Reykjavíkurborg getur ekki samið ábyrgðina frá sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna