fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020
Eyjan

Sigmundur svarar gagnrýninni: „Heimurinn er ekki að farast“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýndu ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá því í gær um stefnuræðu forsætisráðherra, hvar hann taldi  að loftslagsmálin „væru vissulega stórt og mikilvægt mál en þau [eigi] það sameiginlegt með öðrum þeim málum sem vekja mesta athygli að þeir sem tala mest um þau nálgast þau oft á kolrangan hátt.”

Náttúruverndarsamtök Íslands segja Sigmund fara með fleipur og eigi ekki að vitna í þekkta svindlara. Þá hafi hann ruglast á veðurfræðistofnunum og farið rangt með staðreyndir varðandi fellibyli, en hann eigi að vita upp á sig sökina.

Sjá má tilkynningu samtakanna neðar í fréttinni.

Þá hefur framkvæmdastjóri WMO sagt að viðtal við sig sem Sigmundur vitnar í, hafi verið rangtúlkað:

Sjá nánar: Framkvæmdastjóri WMO segir viðtal við sig rangtúlkað – „Þetta eru tröllauknar áskoranir“

Sjá einnig: Sigmundur gagnrýndi ræðu Katrínar:Sagði þá sem tala mest oft nálgast málin á kolrangan hátt

Sigmundur svarar

Sigmundur segir á Facebook í dag að heimsendaspámenn taki því jafnan illa þegar á það sé bent að heimurinn sé ekki að versna eins mikið og haldið sé fram. Þar blæs hann á gagnrýnina og segist hafa vitnað í Sameinuðu þjóðirnar og mikils metna menn:

„Í umræðum á þinginu í gær nefndi ég mikilvægi þess að taka á loftslagsmálum af skynsemi og á grundvelli vísinda. Þegar loftslagsbreytingum er kennt um allar ófarir manna og ítrkað spáð yfirvofandi heimsendi er ekki líklegt að gripið verði til réttra aðgerða til að takast á við vandann í raun. Ég benti m.a. að tal um að hvirfilbyljir væru orðnir miklu fleiri og stærri en áður væri ekki rétt. Aðstoðarmaður ráðherra lét þá boð út ganga um að það þyrfti að stöðva slíka umræðu í fæðingu. Í því augnamiði leyfðu menn sér að fara frjálslega með eins og stundum áður í þessum málaflokki. Því var haldið fram að ég hefði verið að vitna í einhvern félagsskap í Bretlandi sem væri skipaður einhvers konar rugludöllum. Þar af leiðandi væri þetta vitleysa (þið sjáið hvað þetta er traust röksemdafærsla). Ég var hins vegar ekki að vitna í félagsskapinn í Bretlandi sem ég hafði aldrei heyrt um heldur í Sameinuðu þjóðirnar og gögn þeirra. Meðal þeirra sem hafa útlistað þetta á skýran hátt er Björn Lomborg sem er mikils metinn víða um heim fyrir að tala fyrir betri aðgerðum til að fást við loftslagsvá og önnur stór úrlausnarefni mannkyns. Heimurinn er ekki að farast en úrlausnarefnin eru samt mörg og stór. Það á ekki hvað síst við um umhverfismálin. Við hljótum að vilja nálgast vandamálin með það að markmiði að finna bestu lausnirnar fremur en að nota þau sem efnivið sýndarstjórnmála.“

Vísar Sigmundur síðan á grein Bjorn Lomborg í New York Post, sem heitir Nei, hnatthlýnun veldur ekki verri fellibyljum

Jaðarviðhorf

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tjáir sig einni um ummæli Sigmundar Davíðs:

„Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra nota fulltrúar flokkanna tækifærið til að árétta stefnu sinna hreyfinga og andmæla hinum. Athygli vakti að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem kennir flokk sinn við miðju stjórnmálanna og gerir þar með tilkall til að túlka sjónarmið meirihluta fólks, varði drjúgum tíma til að draga í efa niðurstöður vísindamanna í loftslagsmálum og saka þau sem þeim vilja bregðast við um sýndarmennsku og yfirborðsstjórnmál, en sjálfur sé hann fulltrúi skynsemi og lausna. Í svipaðan streng tók Sigmundur í grein í Morgunblaðinu í vor þar sem hann boðaði nýjar lausnir og nýja sýn á þennan málaflokk í væntanlegum greinum, sem ekkert bólar þó á. Hann lætur sem hann búi yfir mikilsverðri vitneskju um þessi mál og allt muni þetta koma í ljós í fyllingu tímans, en þangað til sé óþarfi að gera sér veður yfir þessum málum.

Nýmælin í ræðu Sigmundar nú voru að segja að „Alþjóðaveðurfræðistofnunin“ hefði nýlega varað við „ofstæki í loftslagsmálum”. Nú kemur á daginn að hér er um loftslags-loddara að ræða, sem kenna sig við WMO en eru í rauninni samtök breskra afneitunarsinna.

Sigmundur taldi sig meira að segja þess umkominn að halda því fram að fellibyljir séu ekki tíðari en áður, heldur sé byggðin bara meiri og fellibyljirnir snerti því verr fólk. En í fréttatilkynningu frá hinni raunverulegu veðurstofu SÞ, WMO, frá 3. september síðastliðnum segir um um tengsl loftslagsbreytinga og fellibylja:

„Low-lying coastal areas are vulnerable to the impacts of tropical cyclones caused by rainfalls, waves and, particular storm surge which is aggravated by sea level rise as a result of climate change. […] The global proportion of tropical cyclones that reach very intense (Category 4 and 5) levels will likely increase due to anthropogenic warming over the 21st century.“

Öllum er að sjálfsögðu heimilt að aðhyllast skringilegar skoðanir og halda fram viðhorfum sem stangast á við bestu þekkingu raunverulegra vísindamanna. En slík jaðarviðhorf ætti ekki að kenna við miðjuna.“

Tilkynning Náttúruverndarsamtaka Íslands

„Sigmundur Davíð ruglast á veðurfræðistofnunum

Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, gerði sér tíðrætt um loftslagsmálin í ræðu sinni í gærkvöldi um stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hann að loftslagsmálin „væru vissulega stórt og mikilvægt mál en þau [eigi] það sameiginlegt með öðrum þeim málum sem vekja mesta athygli að þeir sem tala mest um þau nálgast þau oft á kolrangan hátt.”

Náttúruverndarsamtök Íslands vilja benda á eftirfarandi:

Sigmundur Davíð sagði að Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefði nýlega varað við „ofstæki í loftslagsmálum”. Þar vitnaði hann í Global Warming Policy Forum (GWPF), bresk samtök sem afneita vísindalegum niðurstöðum um loftslgsbreytingar. Um þekkta svindlara er að ræða.

Til dæmis segir í nýlegri fréttatilkynningu frá GWFP segir að David Attenborough hafi falsað atriði í mynd sinni Our Planet.

GWFP er alls óskyld Veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO, en GWFP flaggar gjarnan lógó-i WMO og höfuðpaurinn titlar sig sem WMO Secretary General. Öruggt er að WMO hefur ekki varað við „ofstæki í loftslagsmálum.”

Sigmundur Davíð fullyrti einnig að forsætisráðherra hafi haldið því fram að „fellibyljir séu orðnir tíðari og öflugri en áður.”

„Munurinn liggur í því,” útskýrði Sigmundur Davíð, „að nú er mun meiri byggð en áður á þeim svæðum þar sem fellibilir eru algengastir og tjónið því meira.”

Í fréttatilkynningu WMO frá 3. september sl. um tengsl loftslagsbreytinga og fellibylja, segir

Low-lying coastal areas are vulnerable to the impacts of tropical cyclones caused by rainfalls, waves and, particular storm surge which is aggravated by sea level rise as a result of climate change.

Ennfremur kemur fram í fréttatilkynningu WMO að:

The global proportion of tropical cyclones that reach very intense (Category 4 and 5) levels will likely increase due to anthropogenic warming over the 21st century

Nýverið kom fram að litlar efasemdir eru meðal landsmanna um loftslagsbreytingar. Svo hefur verið í mörg ár. Þetta veit Sigmundur Davíð mæta vel og í stað þess að andæfa vísindunum beint vitnar hann í þekkta svindlara og hefur sig upp með innihaldslausu tali um nauðsyn þess „að beita vísindum og skynsemi.” Náttúruverndarsamtök Íslands vona innilega að þingmenn varist slíkan málflutining í umræðum um loftslagsvána, neyðarástand sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamla fólkið á valdastólum

Gamla fólkið á valdastólum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“