fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir Morgunblaðsarminn hafa tögl og haldir í Sjálfstæðisflokknum sem hafi misst trúverðugleika í utanríkismálum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 15:15

Þorsteinn Pálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson, einn stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í pistli á Hringbraut að vandræði Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu felist í því að síðustu 20 ár hafi hann í orðræðu sinni grafið undan þeim rökum sem liggja að baki aðild Íslands að innri markaði ESB, en á hinn bóginn staðið að innleiðingu löggjafarinnar frá ESB í kyrrþey. Þegar farið var fram á samræmi milli orða og athafna hafi því allt farið í „illleysanlegan hnút“:

 „Pólitíkin hefur verið í því fólgin að segja eitt en gera annað. Ekki ósvipað og VG gagnvart NATO.“

Davíð stjórnar bak við tjöldin

Þorsteinn segir að hræðsluáróður orkupakkaandstæðinganna dugi aðeins fram að atkvæðagreiðslunni á Alþingi, sem er dagsett þann 2. september. Þá muni frjálslyndari armur flokksins verða sigurvegari í málinu:

„Þýðir það að stefna Morgunblaðsins innan flokksins hafi veikst? Eða á hitt eftir að gerast að móthaldsmenn orkupakkans hefni þess í héraði sem tapaðist á þingi? Fátt bendir til annars en að Morgunblaðsarmurinn hafi enn málefnaleg tögl og hagldir í flokknum. En hitt er fremur ósennilegt að orkupakkaandstæðingar geti nýtt þetta mál gegn þingmönnunum eða forystunni. Það er engin innistæða fyrir hótunum af því tagi. Hræðsluáróður orkupakkaandstöðunnar er byggður á tilhæfulausum staðhæfingum og margir helstu móthaldsmennirnir vita það. Eftir atkvæðagreiðsluna á Alþingi mun koma í ljós að enginn skaði er skeður. Fullveldi þjóðarinnar mun standa  óhaggað. Enginn mun finna að nokkuð hafi breyst. Með öðrum orðum: Hræðsluáróðurinn dugar bara fram að atkvæðagreiðslu. Eftir hana er ekki unnt að tala gegn veruleikanum.“

Málefnalegt friðarástand

„Að öllu virtu er því líklegast að málefnalegt friðarástand skapist á ný innan Sjálfstæðisflokksins án sérstakrar umræðu. En spurningin um fullar sættir er annað mál,“

segir Þorsteinn og nefnir að málavexti þurfi að skoða í ljósi þess að stjórnmálin séu að umpólast hér á landi, líkt og í Evrópu:

„Annars vegar eru þeir sem vilja halda áfram að þróa fjölþjóðasamvinnu á grunni Evrópusambandsins. Hins vegar eru þeir sem vilja fylgja nýju Brexit-Trumplínunni í tvíhliða samningum.  En í þessu samhengi er Sjálfstæðisflokkurinn allsstaðar og hvergi.“

Trúverðugleiki í utanríkismálum bíði hnekki

Þorsteinn segir Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa nægan styrk í baklandinu til að taka upp forystu fyrir nýjum skrefum í fjölþjóðasamvinnu, líkt og hann gerði á seinni hluta síðustu aldar:

„Frjálslyndari armurinn er of veikur til þess á meðal virkra flokksmanna. En um leið er ljóst að það yrði mikil áhætta í því fólgin að gera Brexit-Trumplínuna að virkri stefnu og segja skilið við innri markað Evrópusambandsins eins og Bretar og Bandaríkin vilja að aðrar Evrópuþjóðir geri. Hugsanlega kemur að því að flokkurinn stigi þetta skref en tæplega strax. Morgunblaðið er til að mynda ekki alveg komið þangað en sýnist þó vera markvisst á þeirri vegferð.“

Þorsteinn segir ólík öfl geti friðmælst á yfirborðinu, um að baktala Evrópusambandið, en eftir standi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki sama trúverðugleika og áður þegar kemur að utanríkismálum:

„Eins og sakir standa er eina leið flokksins því sú að allir sameinist um að tala jafn illa um Evrópusambandið en þingflokkurinn fái þó að blóta á laun inn á Alþingi með því skilyrði að hafa ekki um það mörg orð þegar hann innleiðir löggjöfina frá sambandinu. Með þessu móti geta ólík öfl friðmælst á ný, alltént á yfirborðinu. Morgunblaðið og Miðflokkurinn koma þó til með að halda áfram að reyna á þolrif orða og athafna. Slík áreitni mun halda áfram. En eftir þessa uppákomu mun flokkurinn ekki hafa sama trúverðugleika og áður í utanríkismálum. Það er ekki unnt að leiða  þjóðina fram á við til að takast á við nýjar áskoranir með tvískinnungi af þessu tagi. Sjálfstæðisflokkurinn verður því að þessu leyti hálf tilgangslaus í utanríkismálum. Þar af leiðandi verða það aðrir flokkar sem munu leiða hugmyndafræðilega umræðu um það hvort fara eigi Evrópuleiðina eða Brexit-Trumpleiðina til móts við framtíðina. Í þessu liggja varanleg áhrif orkupakkaumræðunnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki