fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Eyjan

Samtök atvinnulífsins andvíg frumvarpi sem tekur á spillingu í stjórnkerfinu – „Getur beinlínis hamlað hagvexti“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 13:20

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, beindu tilmælum sínum til íslenskra stjórnvalda, um að gera ýmsar lagabreytingar til að koma í veg fyrir mögulega spillingu innan stjórnkerfisins.

Í samráðsgátt liggur nú til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands (Varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds).

Í því er sérstakur kafli um hagsmunaverði, en undir það falla hagsmunasamtök og þrýstihópar, á borð við Samtök atvinnulífsins, sem er eini aðilinn sem gerir athugasemdir við frumvarpið, en umsagnarfrestur rennur út á morgun.

Frumvarpið mælist til að haldin verði skrá yfir hagsmunaverði og að þeim sem sinni slíkri hagsmunavörslu verði skylt að tilkynna sig til stjórnvalda. Viðurlögum yrði beitt ef sú tilkynningaskylda verði vanrækt.

Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við þessa fyrirætlan og telja enga þörf á slíkri skráningu:

„Sá eðlismunur er á hagsmunagæslu SA og þess sem tíðkast í sumum öðrum ríkjum er á hve breiðum grunni samtökin starfa og þau þurfi ávallt að taka tillit til heildarhagsmuna alls atvinnulífs en ekki einstakra aðila.“

„Hér á landi tíðkast það ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum við einstökum ákvörðunum, líkt og talað var um í úttektarskýrslu GRECO.“

„SA telja ekki þörf á því að taka upp skráningu hagsmunaaðila hér á landi. Aðstaðan hér er um flest frábrugðin því hvernig hún er í margfalt stærri þjóðfélögum. Í langflestum tilvikum er alveg ljóst hvaða hagsmunum einstök samtök eða starfsmenn þeirra þjóna hvort sem það eru samtök fyrirtækja, verkafólks, umhverfisverndarfólks, neytenda, dýravina eða önnur.“

Andvíg 8 mánaða biðtíma

Í frumvarpinu er einnig fjallað um hvað fólk sem starfað hefur hjá hinu opinbera, eins og ráðherrar, aðstoðarmenn, ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar og sendiherrar „geti ekki í tiltekinn tíma eftir að opinberu starfi lýkur gegnt starfi fyrir skráða hagsmunaverði.“

Tekið er fram að gert sé ráð fyrir þeirri meginreglu að viðkomandi þurfi að bíða í átta mánuði frá starfslokum, eða frá að rétti til biðlauna ljúki, þangað til hann geti hafið störf fyrir hagsmunaverði. Hægt verði þó að óska eftir undanþágu ef lítil sem engin hætta er talin á hagsmunaárekstri.

Samtök atvinnulífsins leggjast einnig gegn þessu:

„Það er jákvætt að einkafyrirtæki finni hæfa starfsmenn í þjónustu ríkis og sveitarfélaga og að yfirsýn og þekking þeirra sem af einhverjum ástæðum hætta í stjórnmálum nýtist sem víðast. Takmörkun á starfsvali getur því ekki orðið til annars en tjóns fyrir samfélagið.“

Skerðir atvinnufrelsi

SA telur einnig að með þessu sé verið að skerða atvinnufrelsi starfsfólks:

„Í vinnusamningum á almennum vinnumarkaði er að finna svokölluð samkeppnisákvæði þar sem byggt er á heimildum í samningalögum frá 1936. Slík samkeppnisákvæði eru óskuldbindandi séu þau víðtækari en nauðsynlegt er til að varna samkeppni eða skerða með ósanngjörnum hætti atvinnufrelsi starfsmannsins og meta verður hvert einstakt tilvik að teknu tilliti til allra atvika. Því mega samkeppnisákvæði ekki vera of almennt orðuð. Slík ákvæði geta átt heima í einstökum tilvikum starfsmanna stjórnsýslunnar, t.d. hjá þeim er búa yfir sérstökum trúnaðarupplýsingum. Það er almennt bannað að miðla upplýsingum sem eru bundnar trúnaði og starfsmenn geta bakað sér refsiábyrgð með brotum á trúnaði. SA eru því andvíg að sett séu almenn yfirgripsmikil ákvæði um takmörkun á almennu atvinnufrelsi starfsmanna stjórnarráðsins eða kjörinna fulltrúa. Það þarf að skilgreina hvaða upplýsingar viðkomandi búi yfir og hvaða upplýsingar þurfi sérstaka vernd.“

Hamlar hagvexti

Þá setur SA sig einnig gegn því að forsætisráðuneytið gegni miðlægu eftirlitshlutverki við framkvæmd reglnanna, líkt og á kveður í frumvarpinu. Það stuðli að flóknara regluverki, sem gangi gegn stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og…„hamli hagvexti“:

„Á Íslandi er nú þegar aragrúi eftirlitsstofnana sem annast opinbert eftirlit með fólki og fyrirtækjum. Opinbert eftirlit ætti að taka breytingum eins og annað með framþróun á ýmsum sviðum og breyttum viðhorfum. Rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD þjóða en slíkt getur beinlínis hamlað hagvexti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hluthafar stefna Hval – Segir þetta þýða að félagið yrði leyst upp

Hluthafar stefna Hval – Segir þetta þýða að félagið yrði leyst upp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formenn stjórnmálaflokkanna funda um tímasetningu næstu þingkosninga

Formenn stjórnmálaflokkanna funda um tímasetningu næstu þingkosninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dökkar efnahagshorfur en fyrirhyggja síðustu ára kemur sér vel

Dökkar efnahagshorfur en fyrirhyggja síðustu ára kemur sér vel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“