fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Skipulagsstofnun felst á stækkun Keflavíkurflugvallar með athugasemdum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 13:05

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Isavia að matsáætlun með athugasemdum vegna fyrirhugaðrar stækkunar Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða framkvæmdir sem miða að því að hámarka afköst núverandi flugbrauta. Felast framkvæmdirnar annars vegar í breytingum á flugbrautakerfinu, svo sem gerð flýtireina, flughlaða, flugvélahliða og akbrauta. Hins vegar er um að ræða uppbyggingu við flugbrautir til að styðja við og anna hámarksafköstum þeirra, svo sem stækkun flugstöðvarbyggingar, gerð afísingarsvæðis, stækkun eldsneytiskerfis og fjölgun og tilfærsla bílastæða.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun er meðal annars fjallað um umfang framkvæmda, forsendur og spár um fjölda farþega, valkosti, áhrif á varaflugvelli, bein og óbein áhrif á samfélag og náttúru, áhrif á loftgæði, áhrif á hljóðvist, áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda, fráveitu, úrgang og vöktun. Athugasemdir Skipulagsstofnunar felast meðal annars í eftirfarandi:

  • Miða þarf umfang umhverfismatsins við áformaða uppbyggingu til 10 ára og þurfa tölulegar upplýsingar, forsendur og spár sem unnið er út frá og settar fram í frummatsskýrslu að samræmast því.
  • Í frummatsskýrslu þarf jafnframt að gera grein fyrir þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum og gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum þeirra framkvæmda og aukinna umsvifa á vellinum vegna þeirra, sem lið í mati á umhverfisáhrifum áformaðra framkvæmda.
  • Gera þarf grein fyrir þróun í fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll sl. 10 ár og setja fram spá um fjölda og samsetningu farþega um völlinn til a.m.k. 10 ára. Gera þarf grein fyrir hvernig áfangaskipting uppbyggingar og forgangsröðun framkvæmda er áætluð með tilliti til afkastagetu/farþegafjölda og samsetningar farþega. Bent er á mikilvægi þess að í frummatsskýrslu séu settar fram fleiri en ein möguleg sviðsmynd eða valkostir varðandi fjölda og samsetningu farþega um flugvöllinn.
  • Í frummatsskýrslu að gera grein fyrir stöðu mála varðandi mögulega flugvallaruppbyggingu í Hvassahrauni. Fjalla þarf um áformaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og umhverfisáhrif hennar miðað við mögulega sviðsmynd um að byggður verði flugvöllur í Hvassahrauni.
  • Leggja þarf mat á áhrif uppbyggingar á atvinnulíf og samfélag á Suðurnesjum, svo sem á húsnæðismarkað og félagslega innviði. Þá þarf að leggja mat á óbein áhrif uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli á atvinnulíf og innviði, þ.m.t. náttúru, annars staðar á landinu.
  • Leggja þarf mat á áhrif flugumferðar um Keflavíkurflugvöll á hljóðvist og gera grein fyrir mótvægisaðgerðum þannig að viðmiðunarmörk verði uppfyllt.
  • Setja þarf fram spá um losun gróðurhúsalofttegunda, bæði um beina losun vegna framkvæmda og rekstrar á flugvelli sem og um óbeina losun vegna flugumferðar um flugvöllinn og ferðamanna sem til landsins koma.

Næsta skref

Nú þegar Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu að matsáætlun er næsta skref í ferlinu að framkvæmdaraðili vinnur frummatsskýrslu. Í henni setur framkvæmdaraðili fram mat sitt á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í samræmi við matsáætlun. Skipulagsstofnun fer yfir skýrsluna og metur hvort hún sé í samræmi við matsáætlun og ákvæði laga og reglugerðar. Frummatsskýrsla er svo kynnt á vef stofnunarinnar og í fjölmiðlum ásamt því að leitað er til umsagnaraðila, en kynningartími er alls 6 vikur, á þeim tíma gefst almenningi kostur að kynna sér framkvæmdina og koma athugasemdum sínum á framfæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki