fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020
Eyjan

Sigmundur Davíð lætur hugann reika og hæðist að hinum og þessum – „Hvað ef þorskastríðin hæfust núna?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. júní 2019 19:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag, sem einnig er birt á samfélagsmiðlum Miðflokksins. Þar setur Sigmundur sig í spámannsstellingar og reifar hvernig viðbrögðin yrðu í samtímanum ef þorskastríð hæfust nú á dögum. Breytir hann nöfnum stofnanna, stjórnmálaflokka og nefnir engin nöfn á persónum. Hinsvegar skrifar hann um rithöfund með athyglisþörf og pólitískan metnað, en þess má geta að rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Einar Kárason eru báðir kollegar Sigmundar á Alþingi, fyrir Samfylkinguna. (Einar er varaþingmaður).

Þá nefnir Sigmundur „tístara úr vesturbænum“, og spjallþátt á RÚV þar sem vinir drekka saman kaffi og veltast um af hlátri, en sú lýsing á ágætlega við um Vikuna með Gísla Marteini, en frægt er viðtalið sem Gísli Marteinn tók við Sigmund, þáverandi forsætisráðherra árið 2014 og ljóst að einhver kergja er enn til staðar vegna þess.

Sjá nánar: Viðtal Gísla við Sigmund Davíð

Minnist Sigmundur einnig á „Samhreyfinguna“ sem telur þörf á að sækja um aðild að ESB til að ná raunhæfri lausn í þorskastríðinu, en þar er augljóslega um Samfylkinguna að ræða.

Um gagnrýnendur þjóðernispopúlisma segir Sigmundur:

„Þeir eru þó ófá­ir sem telja að krafa Íslend­inga um yf­ir­ráð yfir fisk­veiðum í allt að 200 míl­ur frá land­inu feli í sér þjóðern­is­lega frekju og sé til marks um ein­angr­un­ar­hyggju og pop­púl­isma. „Af hverju eig­um við ein­ir rétt á haf­inu í kring­um landið“ spyrja þeir. „Er ekki nátt­úra heims­ins sam­eign okk­ar allra?“ Því er svo bætt við að alda­löng hefð sé fyr­ir veiðum Breta og annarra þjóða við Ísland. Land­helg­ist­alið sé bara dæmi um úr­elt­ar hug­mynd­ir um að þjóðir ein­angri sig frá öðrum þótt sú hafi aldrei verið raun­in.“

Trollin úr mengandi plastefnum

Þá nefnir Sigmundur einnig hvernig nútímavandamál muni hafa áhrif á umræðuna:

„…ekki líður á löngu áður en fram kem­ur að ráðuneytið hafi bent á að troll bresku tog­ar­anna séu gerð úr plastefn­um. Yrði klippt á tog­vír­ana myndi það auka á plast­meng­un í haf­inu. Auk þess væri hætta á að fisk­ar og jafn­vel hval­ir myndu flækj­ast í hinum lausu net­um. Einnig er tals­vert fjallað um að slík aðgerð feli í raun í sér brott­kast og um leið mat­ar­sóun. Betra væri að troll­in og fisk­ur­inn skiluðu sér til hafn­ar í Hull eða Grims­by.“

Fyrirvarar

„Þá nefnir Sigmundur að ef blásið yrði til þorskastríðs í dag kæmi væntanlega upp krafa um að Alþingi setti fyrirvara, og vísar þar til orkupakkans:

Aðrir benda á að lausn­in fel­ist í til­lögu um að Alþingi samþykki fyr­ir­vara þess efn­is að Bret­ar skuli ekki auka veiðar sín­ar inn­an 50 mílna frá því sem nú er nema að und­an­geng­inni um­fjöll­un Alþing­is. Þeir sem ef­ast um þessa leið eru spurðir hvort þeir treysti ekki Alþingi./

Ráðherr­ar ákveða að fara fyr­ir­vara­leiðina og sann­færa sitt lið um að þannig sé málið leyst. Með þeim hætti fá­ist fag­leg niðurstaða og óþarfi sé að hafa áhyggj­ur af illa upp­lýst­um flokks­stofn­un­um og kjós­end­um. Nú­tíma­leg nálg­un hef­ur leyst mál­in án þess að menn láti „hug­mynd­ir sem einu sinni þóttu góðar“ trufla sig.“

Greinina má sjá hér að neðan:

 

Hvað ef þorskastríðin hæfust núna?

Stjórn­mál­in og sam­fé­lagið eru að breyt­ast. Ekki er víst að breyt­ing­arn­ar séu all­ar til góðs. Þótt sum­ir telji hin nýju stjórn­mál tím­anna tákn og álykti að nú­tím­inn sé alltaf betri en allt annað get­ur verið gagn­legt að setja hlut­ina í sögu­legt sam­hengi. Það má t.d. velta fyr­ir sér hvernig mál hefðu þró­ast ef mik­ils­verðir at­b­urðir fortíðar hefðu átt sér stað nú á dög­um.

Hér á eft­ir birt­ist til­gáta um hvernig þorska­stríðin gætu hafa þró­ast hefðu þau átt sér stað í sam­tím­an­um. Nöfn­um stofn­ana og annarra sam­taka hef­ur verið breytt til nú­tíma­legra horfs (að Land­helg­is­gæsl­unni und­an­skil­inni). At­b­urðarás­in hef­ur auk þess verið aðlöguð að tíðarand­an­um.

For­send­urn­ar

Bresk­ir tog­ar­ar ger­ast sí­fellt ásæln­ari við veiðar und­an strönd­um Íslands eft­ir að fisk­veiðiskip sunn­ar úr Evr­ópu juku veiðar við Bret­land. Varðskip Íslend­inga sigla um land­helg­ina og til­kynna bresk­um skip­stjór­um að þeir séu að veiða í heim­ild­ar­leysi. Skip­verj­ar á bresk­um tog­ur­um taka þó lítið mark á aðvör­un­um enda varðskip­in óvopnuð. Sú hef­ur verið raun­in um nokk­urt skeið. Dan­ir buðust til að upp­færa vopn Land­helg­is­gæsl­unn­ar með því að gefa henni an­tík­byss­ur (ár­gerð 1898) en þeim var skilað eft­ir átak í frétt­um og á sam­fé­lags­miðlum und­ir yf­ir­skrift­inni „Gaml­ar byss­ur eru líka byss­ur“.

Ráðherr­ar og flokk­ar þeirra lýsa því yfir með af­drátt­ar­laus­um hætti að slík ásælni verði ekki liðin. Land­helg­is­gæsl­an leit­ast við að bregðast við veiðum Bret­anna og kynn­ir til sög­unn­ar nýtt heima­til­búið vopn. Fyrst þarf þó samþykki ráðuneyt­is­ins fyr­ir beit­ingu þess. Gríp­um niður í ímyndað svar­bréf ráðuneyt­is­ins við þeirri mála­leit­an:

Svar ráðuneyt­is­ins

„Réttar­fars- og mannúðarráðuneytið hef­ur mót­tekið er­indi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, dag­sett hinn 7. síðasta mánaðar, þar sem þér æskið þess að veitt verði heim­ild fyr­ir notk­un tækja­búnaðar sem í er­ind­inu er nefnd­ur „tog­vír­aklipp­ur“ og á öðrum stöðum í sama er­indi „klipp­urn­ar“.

At­hug­un ráðuneyt­is­ins hef­ur leitt í ljós að hvergi er að finna heim­ild­ir fyr­ir notk­un slíks búnaðar né nokk­ur dæmi þess að búnaður sem þessi hafi verið skráður sem tæki til notk­un­ar á verksviði stofn­un­ar yðar. Þá er ekki að sjá að nokk­ur dæmi séu skráð um notk­un slíks búnaðar hér á landi eða er­lend­is.

Ekki er annað að skilja á er­indi yðar en að til­rauna­próf­an­ir þær sem vísað er til séu próf­an­ir sem fram hafi farið inn­an Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Ljóst er að við leyf­is­veit­ingu er ekki hægt að styðjast við til­raun­ir sem gerðar eru af sama aðila og hyggst nýta búnaðinn. Próf­an­ir skulu fram­kvæmd­ar af óháðum fagaðilum með vott­un á því sviði sem um ræðir og með heim­ild til að gefa út tæk­ar rann­sókn­arniður­stöður.

Þá er at­hygli stofn­un­ar­inn­ar vak­in á því að búnaður eins og sá sem lýst er í er­indi yðar þarf að hljóta CE-vott­un áður en hon­um er beitt. Telji stofn­un­in brýnt að hljóta slíka vott­un get­ur viðeig­andi ráðuneyti farið fram á flýtimeðferð og má þá vænta vott­un­ar inn­an þriggja til fimm ára, verði hún veitt.

At­hygli er þó vak­in á því að slík vott­un trygg­ir ekki heim­ild fyr­ir notk­un búnaðar­ins í þeim til­gangi sem lýst er í er­indi yðar. Við það mat þarf að líta til ým­issa áhrifaþátta…“

Áhrifaþætt­irn­ir

Segj­um þetta gott af svari ráðuneyt­is­ins en hvað með áhrif­in sem vísað var til?

Jú, ekki líður á löngu áður en fram kem­ur að ráðuneytið hafi bent á að troll bresku tog­ar­anna séu gerð úr plastefn­um. Yrði klippt á tog­vír­ana myndi það auka á plast­meng­un í haf­inu. Auk þess væri hætta á að fisk­ar og jafn­vel hval­ir myndu flækj­ast í hinum lausu net­um. Einnig er tals­vert fjallað um að slík aðgerð feli í raun í sér brott­kast og um leið mat­ar­sóun. Betra væri að troll­in og fisk­ur­inn skiluðu sér til hafn­ar í Hull eða Grims­by.

Frétt­ir og sam­fé­lags­miðlar

Fljót­lega birt­ast frétt­ir með mynd af klipp­un­um þar sem fram kem­ur að fyrr­ver­andi for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafi átt hug­mynd­ina að búnaðinum.

Virk­ir á sam­fé­lags­miðlum taka við sér. Rit­höf­und­ur með at­hygl­isþörf og póli­tísk­an metnað deil­ir mynd af klipp­un­um á face­book og skrif­ar við: „Þetta er gamla akk­erið af trill­unni hans afa. Hann henti því af því það var of lítið.“ Tíst­ar­ar láta ekki sitt eft­ir liggja. Á þeim vett­vangi kepp­ast menn við að vera sniðugri en aðrir eins og fjallað er um í frétt Vís­is und­ir fyr­ir­sögn­inni „Twitter log­ar – Sjáið lausn­ir tíst­ara fyr­ir Gæsl­una“.

Skemmti­leg­ast­ur þykir tíst­ari úr Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur sem sýn­ir mynd af sund­blöðkum, flot­hring í formi guls and­ar­unga og bleik­um barna­skær­um með at­huga­semd­inni: „Nýj­asta hug­mynd for­stj. Landhg. að lausn landh.deil­unn­ar #is­lenskisjoher­inn“.

Öllu þessu eru gerð góð skil í spjallþætti á RÚV þar sem vin­ir drekka sam­an kaffi og velt­ast um af hlátri yfir umræðu um landa sína sem telji að þeir séu mik­ils megn­ug­ir og ætli í slag við alþjóðasam­fé­lagið með heima­til­bú­inn „mini-sjóplóg“ að vopni.

Póli­tísk umræða

Sam­hreyf­ing­in og syst­ur­flokk­ar henn­ar nýta hvert tæki­færi til að út­skýra að eina raun­hæfa lausn­in á mál­inu sé að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu enda fáum við þá „sæti við borðið“ og ESB muni beita sér fyr­ir því að fisk­veiðum verði stjórnað til að tryggja sam­eig­in­lega hags­muni. Bara það að sækja um muni strax styrkja stöðu okk­ar. Með því sýn­um við nefni­lega vilja til sam­starfs og Evr­ópuþjóðir muni þá strax leit­ast við að stuðla að niður­stöðu sem henti Íslandi og öll­um ríkj­um sam­bands­ins.

Sum­ir halda því fram að veiðar Breta við Ísland skipti í raun engu máli enda sé nóg af fisk­um í sjón­um. Aðrir benda á að lausn­in fel­ist í til­lögu um að Alþingi samþykki fyr­ir­vara þess efn­is að Bret­ar skuli ekki auka veiðar sín­ar inn­an 50 mílna frá því sem nú er nema að und­an­geng­inni um­fjöll­un Alþing­is. Þeir sem ef­ast um þessa leið eru spurðir hvort þeir treysti ekki Alþingi.

Þjóðern­ispop­púl­ism­inn

Þeir eru þó ófá­ir sem telja að krafa Íslend­inga um yf­ir­ráð yfir fisk­veiðum í allt að 200 míl­ur frá land­inu feli í sér þjóðern­is­lega frekju og sé til marks um ein­angr­un­ar­hyggju og pop­púl­isma. „Af hverju eig­um við ein­ir rétt á haf­inu í kring­um landið“ spyrja þeir. „Er ekki nátt­úra heims­ins sam­eign okk­ar allra?“ Því er svo bætt við að alda­löng hefð sé fyr­ir veiðum Breta og annarra þjóða við Ísland. Land­helg­ist­alið sé bara dæmi um úr­elt­ar hug­mynd­ir um að þjóðir ein­angri sig frá öðrum þótt sú hafi aldrei verið raun­in.

Sér­stak­lega er varað við því að leita liðsinn­is Banda­ríkj­anna (þar er Trump) eða Rúss­lands (þar er Pútín). Málið þurfi að leysa í sam­vinnu við nán­ustu sam­starfsþjóðir okk­ar og treysta á að þær beiti sér fyr­ir ásætt­an­legri niður­stöðu.

Lít­il viðbrögð ber­ast frá Norður­lönd­um en þá er bent á að inn­an Evr­ópuráðsins starfi nefnd sem henti mjög vel til að fjalla um svona mál. Íslend­ing­ar geti sent er­indi til nefnd­ar­inn­ar og leitað eft­ir umræðu á þeim vett­vangi. Mjög er þó varað við því að beita haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna enda gætu önn­ur lönd tekið því illa og við þannig sett þátt­töku okk­ar í sátt­mál­an­um í upp­nám.

Alþjóðasam­starfið og kalt mat

Ýmsir verða svo til að benda á að lausn­in fel­ist í alþjóðlegu sam­starfi um um­hverf­is­vernd. Best sé að þjóðir heims, und­ir for­ystu Evr­ópu­sam­starfs­ins, taki sig sam­an um að draga úr fisk­veiðum til að vernda líf­ríki sjáv­ar og setja höml­ur á sigl­ing­ar fisk­veiðiskipa. Þannig megi draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þannig væru einnig sett­ar höml­ur á að skip sigldu of langt frá landi. Fyr­ir vikið þyrfti Land­helg­is­gæsl­an ekki að sigla um all­ar triss­ur og með því myndi kol­efn­is­spor stofn­un­ar­inn­ar minnka veru­lega.

Ráðherr­ar ákveða að fara fyr­ir­vara­leiðina og sann­færa sitt lið um að þannig sé málið leyst. Með þeim hætti fá­ist fag­leg niðurstaða og óþarfi sé að hafa áhyggj­ur af illa upp­lýst­um flokks­stofn­un­um og kjós­end­um. Nú­tíma­leg nálg­un hef­ur leyst mál­in án þess að menn láti „hug­mynd­ir sem einu sinni þóttu góðar“ trufla sig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamla fólkið á valdastólum

Gamla fólkið á valdastólum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“