fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ólína greinir frá raunverulegri ástæðu þungunarrofsfrumvarpsins – „Sú sjónhverfing virkaði“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem var andsnúin frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Hún segir málið alls ekki snúast um kvenfrelsi eða sjálfsákvörðunarrétt kvenna líkt og látið sé að hjá fylgjendum frumvarpsins:

„…því raunverulega ástæðan fyrir 22 vikum í stað 18 vikna (sem voru upphaflega lagðar til) lúta að fósturskimun vegna hugsanlegra fósturgalla. En það stenst ekki mannréttindasáttmálann að hafa sérstakar reglur um að eyða fóstrum vegna fötlunar – og þá var um að gera að búa málið í búning kvenfrelsis og sjálfsákvörðunar. Sú sjónhverfing virkaði. Húrrahrópin gullu við.“

Fæðingargallar greinast eftir 20 vikur

Ljósmæðrafélag Íslands og Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, ásamt öðrum læknum, settu út á fyrstu drög heilbrigðisráðherra að frumvarpinu, þar sem mælt var með að lengja þungunarrofið úr 16 vikum í 18. Vildu þeir lengja rammann í 22 vikur þar sem alvarlegir fæðingargallar greindust ekki fyrr en eftir 20 vikna meðgöngu.

Annars væri ákvörðunarréttur móður skertur, þar sem krafa væri gerð um að fóstrið sé ólífvænlegt. Hinsvegar sjáist sjaldnast hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Þá séu einstaklingar og fjölskyldur misvel í stakk búnar til að eignast barn með slíka fötlun og frumvarpsdrögin kæmu í veg fyrir að það fólk geti tekið ákvörðun um slíkt.

Eins og á fótboltaleik

Þá lýsir Ólína stemmningunni á þingpöllum Alþingis í gær, sem hún segir hafa verið óviðeigandi:

„Með skrílslátum og húrrahrópum af pöllum, eins og á vel heppnuðum fótboltaleik en ekki atkvæðagreiðslu sem varðar líf og dauða ófæddra barna, var gengið frá þungunarrofsfrumvarpinu í þinginu. Nú er heimilt að eyða 22ja fóstri í móðurkviði án þess að fyrir því liggi neinar skilgreindar ástæður aðrar en „vilji“ móður. Og húrrahrópin dynja í eyrum.“

Og bætir við

„Svona fannst þeim viðeigandi að ljúka málinu. Með hrópum og köllum. Þessi húrrahróp munu lengi óma í huga mér er ég hrædd um. Skræk og skerandi eins og þegar hnífi er strokið við málm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2