fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Þorkell Máni reiður yfir stöðu mála og lætur yfirvöld heyra það – „Allir þurfa að finna aumingjann í sjálfum sér“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. mars 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson, fyrrum útvarpsmaður og stjórnarmaður hjá KSÍ í dag, segir það óboðlegt að Ísland eigi ekki betri heimavöll í knattspyrnu. Hann ræddi málið í Fréttum vikunnar á Bylgjunni í dag.

Máni var að ræða um fótboltann og þá staðreynd að heimaleikur landsliðsins á sunnudag gegn Kosóvó fer fram á Spáni.

Verið er að laga Laugardalsvöll en KSÍ fær 500 milljónir til að laga grasflötina og Máni er ekki sáttur með að sambandið fái ekki meiri fjármuni til að fara í frekari framkvæmdir.

„Við erum að spila heimaleik á Spáni sem er til skammar. Við erum að fá vallaraðstæður, að fá völl fyrir 500 milljónir. Þetta er enn ein vitleysan, það á byggja þjóðarhöll fyrir 12-15 milljarða. Knattspyrnan á að sætta sig við 500 milljónir fyrir nýjan völl,“ sagði Máni.

Hann segir þetta ekki boðlegt, fótboltinn sé sú íþrótt sem komi með langmesta fjármuni inn í íslenskt samfélag. „Þetta er sú íþróttagrein sem skilar mestum tekjum inn í samfélagið. Atvinnumenn koma heim með peninga, við seljum leikmenn út. Víkingur kemur heim með 800 milljónir í tekjur vegna árangurs í Evrópu sem kemur inn í samfélagið, þetta er fáránlegt,“ sagði Máni.

Hann sagði svo að ríkið og sveitarfélög ættu að horfa meira í það hvernig hlutirnir eru gerðir í Svíþjóð. Sonur Mána spilar sem atvinnumaður þar í landi og hefur hann því kynnst málinu betur síðustu vikur.

„Nú er ég mikið í Svíþjóð og Toddi (Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ) er alltaf að segja mér að ég sé að verða of sænskur. Þar eru þrír stærstu klúbbarnir í Gautaborg á sama vellinum, eru með aðalvöll og spila þar og æfa annars staðar.“

„Í Reykjavík erum við með 9 félög, þar þurfa allir sína aðstöðu og yfirbyggða höll fyrir sig og alvöru völl. Þetta er af því að þessir opinberu starfsmenn eru alltaf að redda öllum, allir þurfa að finna aumingjann í sjálfum sér og væla yfir því hvað þeir eru mikil fórnarlömb. Þora ekki að vera stjórnmálamenn sem segja nei, að það sé ekki til fyrir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi