fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Klopp opnar sig um tvær „heimskulegar“ ákvarðanir sínar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. mars 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp segist sjá eftir því að hafa ekki fengið þá Heung-Min Son og Kevin De Bruyne þegar hann var stjóri Dortmund á sínum tíma.

Klopp hætti auðvitað með Liverpool í fyrra eftir níu mögnuð ár á Anfield, en þar áður gerði hann garðinn frægan hjá Dortmund.

„Ég man ekki einu sinni af hverju við fengum Son ekki en svo mætti ég honum í ensku úrvalsdeildinni og hugsaði: „Þú ert heimskur.“ Þetta var klikkað,“ segir Klopp.

„Við vorum mjög nálægt því að fá De Bruyne. Svo rústaði hann okkur í úrslitum þýska bikarsins með Wolfsburg. Það var tvöfalt högg.“

Son fór til Hamburg frá Bayer Leverkusen 2013 og sló þar í gegn áður en hann fór til Tottenham. De Bruyne var á mála hjá Chelsea en sló í gegn með Wolfsburg eitt tímabil, 2014-2015, áður en hann var keyptur til Manchester City.

Klopp segir enn fremur að hann hafi misst af því að sækja Sadio Mane sem stjóri Dortmund, en það gerði hann ári síðar sem stjóri Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Í gær

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Í gær

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“