fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Vakin athygli á að hann fái að dæma stórleik eftir að hafa yfirsést þetta ógeðslega atvik á dögunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. mars 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudómarinn Michael Oliver mun dæma stórleik þýsku liðanna Bayern Munchen og Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Oliver hefur verið í umræðunni undanfarna daga eftir að honum yfirsást skefilegt brot markvarðar Millwall, Liam Roberts, í leik gegn Crystal Palace í enska bikarnum á dögunum.

Roberts fór með fótinn ansi hátt, í höfuð Jean-Philippe Mateta með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi þurfti súrefni og var fluttur á sjúkrahús. Þrátt fyrir að atvikið hafi átt sér stað fyrir framan nefið á Oliver þurfti hann aðstoð myndbandsdómgæslu til að komast að þeirri niðurstöðu að reka Roberts af velli.

Margir voru gáttaðir á þessu og eru einhverjir enn fremur hissa að Oliver, sem hefur verið viðloðinn umdeild atvik fyrr á leiktíðinni, fái að dæma fyrri leik Bayern og Leverkusen í Meistaradeildinni á morgun, eins og erlendir miðlar vekja athygli á í nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar