fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, sagði frá magnaðri uppákomu sem hann lenti í er hann heimsótti Argentínu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.

Birgir var í heimsókn hjá fjölskyldu sem hann hafði dvalið hjá sem skiptinemi í Argentínu á sínum tíma. Komst hann að því að í fjölskyldunni í dag væri argentískur nafni Rúriks Gíslasonar, fyrrum landsliðsmanns Íslands.

„Ég á stóra fjölskyldu þarna úti, skiptinemafjölskyldu. Það er haldið stórt partý, 60 manns. Ég er ekki búinn að hitta þetta fólk í 20 ár. Svo kemur ein argentínsk frænka mín upp að mér og heilsar. Hún heldur á nýfæddu barni og ég spyr hvað hann heitir. Hún segir að hann heiti Rúrik,“ rifjaði Birgir upp.

„Rúrik? Það er ekki nafn sem ég hef heyrt í Argentínu. Hún segir að þau hafi viljað norrænt nafn, víkinganafn. „Hvernig enduðuð þið á Rúrik?“ spyr ég hana. Þá spyr hún mig hvort ég þekki ekki Rúrik Gíslason.“

Eins og flestir vita varð Rúrik afar vinsæll í Argentínu, og í raun Suður-Ameríku allri, eftir að íslenska landsliðið mætti því argentíska á HM í Rússlandi 2018.

„Ég er ekki að djóka. Hún er þá svaka aðdáandi Ice Guys. Mér fannst þetta galið. Rúrik Gíslason á nafna í Argentínu, þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Birgir enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svíar fá harkalega á baukinn – Stjörnur Arsenal og Liverpool sérstaklega teknar fyrir

Svíar fá harkalega á baukinn – Stjörnur Arsenal og Liverpool sérstaklega teknar fyrir