fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

433
Sunnudaginn 22. desember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá því í gær þá sást enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford með konunni umdeildu Lauryn Goodman.

Goodman á tvö börn með liðsfélaga Pickford, Kyle Walker, en þeir hafa lengi verið saman í enska landsliðinu.

Walker hélt allavega tvívegis framhjá eiginkonu sinni með Goodman og barnaði hana tvisvar í kjölfarið.

Í gær var sagt frá því að Pickford hafi sést á skemmtistað með Goodman síðasta sunnudag og að þau hafi notið kvöldsins saman ásamt öðrum leikmönnum Everton þar sem Pickford spilar.

Nú er hins vegar talað um það að Pickford hafi ekki haft hugmynd um að hann væri að kaupa áfengisskot fyrir Goodman sem einhvern veginn blandaði sér inn í skemmtunina.

Nýtt vitni hefur stigið fram og tjáð sig um málið og segir að Pickford hafi alls ekki verið sáttur eftir að hann komst að því að Goodman væri að skemmta sér ásamt leikmönnum Everton.

,,Jordan hafði ekki hugmynd um að hann væri að kaupa drykki fyrir Lauryn. Þegar leikmennirnir áttuðu sig á stöðunni þá báðu þeir öryggisverði um að fjarlægja hana,“ segir vitnið.

Aðrir segja þó að Pickford hafi verið meðvitaður um hvað hann væri að gera en hvor sagan er trúverðugri er erfitt að segja til um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum