fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Andri Ásgrímsson frumflytur „adrie íem“ á útgáfutónleikum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. desember 2024 14:09

Andri Ásgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagskvöldið 6. desember mun tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson frumflytja verk sitt „adrie íem“ ásamt vel völdum vinum í Hannesarholti. 

Andri Ásgrímsson á að baki feril með hljómsveitumum Leaves, Náttfari. Rif, Stafrænn Hákon, Kíra Kira ásamt tveimur sólóplötum undir eigin nafni og blær hann nú til útgáfutónleika vegna þriðju sólóplötunnar.

Andri mun leika meðal annars á flygil/hljómborð, Arnljótur Sigurðsson á þverflautu, Freysteinn Gíslason á bassa og Emilía Benidikta Gísladóttir mun dansa en hún hefur verið einn okkar fremsti nútíma dansari síðastliðin ár og hefur meðal annars dansað með spænska konunglega dansflokknum. Arnar Guðjónsson(Leaves, Warmland) sér um hljóðblöndun. 

Tónleikarnir hefjast kl. 20, húsið opnar 19:30 og gengið er inn í Hljóðberg í Hannesarholti af Skálholtsstíg. Miðar fást á tix.is.

Níunda nóvember síðastliðinn kom út þriðja sólóplata Andra, Orrustan um Esjuna kom út árið 2009 og Tónlist til að púsla við árið 2021.

Nýja platan var unnin með hléum ca. 2022-2024 að sögn Andra.

„Tónlistinni á adrie íem má lýsa sem tilraunakenndri raftónlist með mótívum úr klassískri tónlist. Hún er vel ígrunduð með tilraunamennskuna að leiðarljósi. Fyrsta kost í útsetningu var yfirleitt sópað af borðinu en frekar leitað á önnur mið til að þróa hljóminn í nýjar áttir. Verkið er til dæmis án gítars sem er nýjung fyrir höfund.

Platan er í raun mest öll miditeiknuð og editeruð með þeim endalausu möguleikum sem eru í boði í hljóðvinnslu í dag. Rafbassi og píanó eru þó undantekning á þeirri reglu.

Andri samdi, hljóðritaði og útsetti. Arnar Guðjónsson sá um lokamix og masteringu.

Norskur listamaður að nafni Martin Winther gerði cover art með kúlupennan einann að vopni.

Platan verður aðeins fáanleg á stafrænu formi á Spotify og Bandcamp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs