fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Arnar Björnsson sagði upp á RÚV og hætti í gær – „Mér hefur alltaf þótt lífið skemmtilegt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. nóvember 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Björnsson vann sinn síðasta dag í fjölmiðlum í gær eftir um fjörtíu ár í starfi. Arnar vann hjá RÚV síðustu ár í almennum fréttum.

Arnar er þekktastur fyrir störf sín sem íþróttafréttmaður og var um langt skeið einn sá færasti í þeim bransa á Íslandi.

Arnar sagði upp störfum á RÚV fyrir þremur mánuðum síðan og vann sinn síðasta dag í gær. „Kæru vinir. Ég þakka fyrir þær fjölmörgu kveðjur sem mér hafa borist eftir að ég lauk störfum á fréttastofu RÚV í gær. Þessi hlýhugur kemur mér á óvart en þykir vænt um. Ég hef verið svo lánssamur að vinna með úrvalsfólki í öll þessi ár. Margir góðir félagar eru látnir og ég minnist þeirra með virðingu,“ skrifar Arnar

Arnar við upphaf ferilsins, er hann gaf út blað á Húsavík árið 1979

„Lokaspretturinn á starfsævinni á RÚV var mikið ævintýri og mér þótti vænt um hlýhuginn sem mér var sýndur þegar gamall samverkamaður var kvaddur. Svo má ekki gleyma öllum viðmælendum mínum og þeim þakka ég einnig. Nú tekur við annar kafli sem ég er viss um að verður skemmtilegur.“

Arnar ætlar nú að fara að njóta lífsins. „Mér hefur alltaf þótt lífið skemmtilegt og sé enga ástæðu til að skipta um skoðun núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“