

Ef horft er í tölfræði tímabilsins í Bestu deild karla hefur Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks verið besti markvörður deildarinnar.
Anton hefur varið 75,5 prósent af þeim skotum sem hafa endað á marki Breiðabliks í sumar.
Eftir erfitt tímabil í fyrra hefur Anton svo sannarlega stigið upp og varið vel. Ingvar Jónsson markvörður Víkings er í öðru sæti á þessum lista.
Breiðablik og Víkingur eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og hafa góðir markverðir þar mikið að segja.

Fleiri hafa staðið sig vel í sumar og vekur athygli að Frederik Schram markvörður Vals er ofarlega en hann er orðinn varamarkvörður á Hlíðarenda og fer frá liðinu eftir tímabilinu.
Hlutfall varðra skota:
Anton Ari Einarsson (Breiðablik) – 75,5 prósent
Ingvar Jónsson (Víkingur) – 73,6 prósent
Árni Marinó Einarsson (ÍA) – 73 prósent
Frederik Schram (Valur) – 71,3 prósent
Arnar Freyr Ólafsson (HK) – 70,3 prósent