fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Slot viss um að Salah eigi nóg eftir – ,,Ég trúi ekki á einstaklinga, ég trúi á liðið“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, stjóri Liverpool, telur að það sé nóg eftir í líkama Mohamed Salah og að hann geti spilað í mörg ár til viðbótar.

Salah átti frábæran leik um helgina er Liverpool vann lið Ipswich 2-0 en hann bæði skoraði og lagði upp.

Egyptinn er orðinn 32 ára gamall en Slot telur að hann eigi nóg eftir og vonast til að geta notað hann næstu árin á Anfield.

,,Miðað við það sem Salah gerir til að halda líkamanum í standi til að spila hvern einasta leik þá held ég að hann eigi mörg ár inni,“ sagði Slot.

,,Ég er að einbeita mér að næsta leik gegn Brentford en ekki lok tímabilsins! Ég trúi ekki á einstaklinga, ég trúi á liðið.“

,,Mo getur skorað mörk með hjálp frá öðrum leikmönnum og liðinu. Ég held að Mo þurfi á liðinu að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur