

Arne Slot, stjóri Liverpool, telur að það sé nóg eftir í líkama Mohamed Salah og að hann geti spilað í mörg ár til viðbótar.
Salah átti frábæran leik um helgina er Liverpool vann lið Ipswich 2-0 en hann bæði skoraði og lagði upp.
Egyptinn er orðinn 32 ára gamall en Slot telur að hann eigi nóg eftir og vonast til að geta notað hann næstu árin á Anfield.
,,Miðað við það sem Salah gerir til að halda líkamanum í standi til að spila hvern einasta leik þá held ég að hann eigi mörg ár inni,“ sagði Slot.
,,Ég er að einbeita mér að næsta leik gegn Brentford en ekki lok tímabilsins! Ég trúi ekki á einstaklinga, ég trúi á liðið.“
,,Mo getur skorað mörk með hjálp frá öðrum leikmönnum og liðinu. Ég held að Mo þurfi á liðinu að halda.“