fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433

Mjólkurbikar karla: Valur og Fram í 8-liða úrslit

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. maí 2024 21:32

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu tveir leikir 16-liða úrslita Mjólkurbikars karla fóru fram í kvöld.

Lengjudeildarlið Aftureldingar tók á móti Val í Mosfellsbæ og var það Jónatan Ingi Jónsson sem kom gestunum yfir snemma leiks. Andri Freyr Jónasson svaraði hins vegar fyrir heimamenn á 21. mínútu.

Eftir rúman hálftíma leik tóku Valsarar forystuna á ný. Þá skoraði Aron Jóhannsson. Staðan í hálfleik 1-2.

Eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Adam Ægir Pálsson. Lokatölur 1-3 og Valur kominn í 8-liða úrslit.

Fram tók þá á móti ÍH og eins og flestir bjuggust við unnu heimamenn fremur öruggan sigur en gestirnir bitu frá sér. Viktor Bjarki Daðason kom Fram yfir um miðjan fyrri hálfleik og reyndist það eina mark hálfleiksins.

Már Ægisson tvöfaldaði forskotið snemma í seinni hálfleik og undir lok leiks skoraði Viktor sitt annað mark og innsiglaði 3-0 sigur.

Það verður dregið í 8-liða úrslit á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Í gær

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs