fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Hefur brotið þessa reglu í hverjum einasta leik á tímabilinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham hefur brotið reglur í öllum leikjum Real Madrid í La Liga á þessari leiktíð.

Spænski miðillinn AS segir frá þessu. Bellingham sker alltaf gat aftan á sokka sínum og samkvæmt reglum La Liga er það bannað.

Margir enskir leikmenn hafa gert þetta í nokkurn tíma. Má þar nefna Bukayo Saka og Kyle Walker.

Ástæðan er til að slaka á þrýstingi á kálfana og minnka líkur á því að fá krampa eða meiðast.

Reglurnar herma að ekki megi vera göt á sokkum, treyju eða stuttbuxum.

Það er þó tekið fram að deildin muni ekki taka á þessu, enda kannski ekki mjög alvarlegt mál.

Bellingham hefur annars farið á kostum frá komu sinni til Real Madrid frá Dortmund í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina