fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Þessi tíu koma til greina sem íþróttamaður ársins – Einn knattspyrnumaður og tvær knattspyrnukonur á lista

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. desember 2023 06:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn knattspyrnumaður og tvær knattspyrnukonur koma til greina sem Íþróttamaður ársins fyrir árið 2023. Listinn er opinberaður fyrir jól líkt og undanfarin ár.

Kjörið á íþróttamanni ársins verður opinberað 4 janúar.

Það er Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni sem er eini knattspyrnumaðurinn sem kemst á listann þetta árið.

Sveindís Jane Jónsdóttir leikmaður Wolfsburg og Glódís Perla Viggósdóttir leikmaður FC Bayern koma einnig til greina.

Sex konur eru á listanum yfir tíu efstu í kjörinu sem Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir.

Nokkrir knattspyrnumenn hefðu getað gert tilkall til þess að vera á listanum en má þar nefna Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson og Hákon Rafn Valdimarsson.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur einnig átt góða spretti á árinu en hún er í dag á láni hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi og hefur spilað vel með landsliðinu.

Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð

Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti

Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti
Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn