fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Björn segist vita um ungmenni sem höfðu ekki samvisku í að sækja um styrkinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd,“ segir Björn B. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi, í aðsendri grein á Vísi í dag.

Björn hefur verið afar gagnrýninn á greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd að undanförnu en í pistli sínum í dag beinir hann spjótum sínum að Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ).

Björn hefur bent á að forstjóri og aðaleigandi Rapyd hafi lýst eindregnum stuðningi við hernað Ísraela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara skipti engu máli. Hefur þó nokkur fjöldi fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd en Björn segir að HSÍ sé á öðru máli.

HSÍ og Rapyd gerðu fyrir skemmstu með sér samstarfssamning sem kveður meðal annars á um að tíu ungir handknattleiksleikmenn á aldrinum 16 til 21 árs verða styrktir um 700 þúsund krónur.

Rapyd og HSÍ gera samstarfssamning – Ætla að styrkja 10 efnilega leikmenn um 700 þúsund krónur

„Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann,“ segir Björn sem segist þekkja sjálfur dæmi um unga einstaklinga sem ákváðu að sækja ekki um styrkinn.

„Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ.“

Björn spyr hvort þetta sé eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingarinnar.

„Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma.“

Allan pistil Björns má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi