fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Sakaður um að hata konur – Í gær varð hann brjálaður því kona var íþróttamaður ársins Í Bretlandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. desember 2023 18:00

Joey Barton. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton, fyrrum knattspyrnumaður hefur farið mikinn undanfarnar vikur og verið sakaður um ítrekaða kvennfyrirlitningu.

Barton hefur gagnrýnt konur sem koma að umfjöllun um knattspyrnu karla, segir hann þær ekkert hafa til málana að leggja og viti ekki um hvað þær tala.

Í gær var svo valinn íþróttamaður ársins í Bretlandi og það var Mary Earps, markvörður Manchester United og enska kvennalandsliðsins sem vann verðlaunin.

Barton þykir þetta algjör skandall, telur að Earps eigi þau ekki skilið og að hún sé ekkert sérstaklega merkilegur íþróttamaður.

„Ég myndi skora úr 100 vítum í röð á hana, alla daga ársins og tvisvar á helvítis sunnudögum,“ skrifar Barton.

Hann segir að Earps hafi tapað úrslitaleikjum, ekki unnið neitt og ætti verðlaunin ekki skilið. Mörgum þykir Barton fara langt yfir strikið þarna og hann er sakaður um að hata konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur