fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Piers Morgan líkt við fræga karlrembu eftir að hann lét þessi ummæli falla í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. desember 2023 13:00

Piers Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan var ekki sammála valinu á íþróttamanni ársins í Bretlandi sem valin var í gær, en BBC stendur fyrir verðlaununum. Lét fjölmiðlamaðurinn umdeildi í sér heyra.

Mary Earps, landsliðsmarkvörður Englands, var valin íþróttamaður ársins í þetta sinn en hún fór á kostum er enska liðið fór alla leið í úrslitaleik HM í sumar. Vann hún þá gullhanskann á mótinu.

Þetta var annað árið í röð sem ensk landsliðskona er valin en Beth Mead vann í fyrra.

„Skil ekki hvernig enskar landsliðskonur eru valdnar annað árið í röð. Á sama tíma hafa frábærir karlkyns íþróttamenn eins og Rory McIlroy, Frankie Dettori og Ronnie O’Sullivan aldrei unnið,“ skrifaði Morgan á samfélagsmiðla.

„Með fullri virðingu fyrir Earps, hefði ekki átt að veita þessi verðlaun einhverjum sem vann eitthvað?“

Netverjar gagnrýndu Morgan fyrir þetta og var honum meðal annars líkt við Joey Barton, fyrrum knattspyrnumanninn sem hefur hraunað yfir konur sem fjalla um karlafótbolta undanfarna daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum