fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Var magnaður í úrvalsdeildinni en er nú tilbúinn að færa sig í fjórðu deild – ,,Af hverju ekki?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morten Gamst Pedersen, fyrrum landsliðsmaður Noregs, er meira en tilbúinn að spila fyrir Wrexham í neðri deildum Englands.

Wrexham tryggði sér sæti í League 2 deildinni á dögunum en liðið er í eigu Ryan Reynolds og Rob McElhenney sem eru báðir frægir leikarar í Hollywood.

Pedersen er nafn sem margir kannast við en hann er 41 árs gamall í dag og leikur fyrir Ranheim í heimalandinu.

Pedersen er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Blackburn frá 2004 til 2013 en hefur undanfarin níu ár leikið í Noregi.

,,Ég myndi elska að fara þangað, af hverju ekki? Kannski ef þið smellið þessu inn á samskiptamiðlana þá getur Ryan Reynolds lesið þetta,“ sagði Pedersen.

,,Við gætum mögulega fundað saman. Í dag spila ég meira fyrir miðju, ég get spilað á miðjunni eða í tíunni.“

,,Ég vil frekar spila ofar á vellinum en get einnig leyst hlutverkið á vængnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi