Alfreð Finnbogason, leikmaður Lyngby, fékk að líta beint rautt spjald í dag er liðið mætti OB í Danmörku.
Lyngby er að berjast fyrir sæti sínu í efstu deild en þjálfari liðsins er Freyr Alexandersson.
Alfreð fékk beint rautt á aðeins 17. mínútu í dag en hann varði boltann á línunni á ólöglegan hátt.
Alfreð varði boltann á línunni með höndunum sem varð til þess að OB fékk vítaspyrnu og komst yfir.
Lyngby því manni færri en þegar þetta er skrifað er staðan 3-0 fyrir gestunum og útlitið svart fyrir Íslendingaliðið.