Margir velta því fyrir sér hvort Joao Cancelo verði leikmaður Bayern Munchen á næstu leiktíð.
Cancelo er í láni hjá Bayern frá Manchester City en hann virðist ekki eiga framtíð fyrir sér í Manchester borg.
Thomas Tuchel, stjóri Bayern, er vel opinn fyrir því að halda bakverðinum en hefur ekki rætt við hann um framtíðina enn sem komið er.
,,Við höfum ekki rætt saman ennþá en honum líður vel hérna. Það eru hins vegar allir þrír aðilar sem hafa sitt að segja þegar kemur að lánssamningi,“ sagði Tuchel.
,,Þrátt fyrir allt það, þá elska ég strákinn. Hans gæði og hversu vel hann æfir er sérstakt. Auðvitað er möguleiki á að hann verði hluti afl iðinu.“
,,Ég hef það á tilfinningunni að hann sé mjög ánægður og við ræðum saman eftir tímabilið.“