Búið er að draga í átta liða úrslit bikarsins hjá körlunum. Leikirnir fara fram 5 og 6 júní.
Efsta lið Bestu deildarinnar og bikarmeistarar Víkings fara norður og mæta þar Þór.
KR sem vann Fylki í 16 liða úrslitum tekur á móti Stjörnunni á heimavelli. Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti FH á heimavelli.
Grindavík sem vann Val á útivelli í gær en þeir heimsækja nú KA.
Drátturinn:
Þór – Víkingur
KR – Stjarnan
Breiðablik – FH
KA – Grindavík