Odsonne Edouard framherji Crystal Palace var gómaður af lögreglunni í London við að keyra án ökuréttinda.
Framherjinn frá Frakklandi missti nefnilega prófið á dögunum.
Hann hafði þá verið gómaður við hraðakstur í fimm skipti á aðeins tveimur vikum, hann virðist kitla pinnann aðeins of mikið.
Lögreglan stoppaði Edouard til að kanna ökutækið en hann var með franskt bílnúmer. Um var ræða Audi RS Q8 bifreið.
Lögreglan sá þá allar hraðasektirnar og Edouard gat ekki framvísað ökuskírteini eða að bíllinn væri tryggður.
Fær hann væna sekt í kjölfarið og fleiri punkta á skírteinið sitt sem hann hefur ekki í höndunum í dag.