Rudi Garcia þjálfari Al Nassr í Sádí Arabíu er á barmi þess að missa starfið og hefur aðeins einn leik til að bjarga starfinu.
Garcia verður samningslaus í sumar en forráðamenn Al Nassr hafa skoðað þann kost að skipta um þjálfara.
Al Nassr er með Cristiano Ronaldo í sínum fórum en liðið er þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad.
Forráðamenn Al Nassr sætta sig ekki við neitt annað en toppsætið en Jose Mourinho hefur meðal annars verið orðaður við starfið.
Al Nassr gerði markalaust jafntefli um helgina en sjö leikir eru eftir í deildinni.
Cristiano Ronaldo’s coach, Rudi Garcia, has been given one game to save his job at Al Nassr, sources have told ESPN's @MarkOgden_. pic.twitter.com/SdcTSc07dL
— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023