fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Óvíst hvað verður um Balogun sem hefur komið öllum á óvart

433
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 15:30

Balogun skorar í Evrópudeildinni með Arsenal. Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Folarin Balogun hefur komið mörgum á óvart á leiktíðinni og raðað inn mörkum fyrir Reims í Frakklandi. Englendingurinn ungi er þar á láni frá Arsenal.

Hinn 21 árs gamli Balogun kom upp í gegnum unglingastarf Arsenal og er samningsbundinn félaginu til 2025.

Hann fór hins vegar til Reims á láni fyrir þessa leiktíð í leit að meiri spiltíma. Það fékk hann heldur betur og hefur þakkað traustið. Balogun hefur skorað 19 mörk á leiktíðinni.

Balogun vill verða fastamaður hjá Arsenal en alls ekki er víst að það sé raunhæft. Hann gæti því horft í kringum sig í sumar.

AC Milan, Inter, Marseille og Monaco gætu öll barist um leikmanninn. Nú síðast var sagt frá því að RB Leipzig væri komið í kapphlaupið um hann.

Balogun hefur spilað fyrir yngri landslið Englands en er fæddur í Bandaríkjunum. Hann getur valið á milli þegar kemur að A-landsliði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Í gær

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Í gær

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai