fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Hjörvari blöskrar að þetta nafn sé á blaði KSÍ: Segja hann hafa gert Ívar ríkan – „Er ekkert annað en grín“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Coppell fyrrum þjálfari Reading og fleiri liða er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Íslandi. Þetta kom fram í Dr. Football. Þar segir að þessi 67 ára gamli stjóri sé í samtalinu um að taka við af Arnari Viðarssyni. Arnar var rekinn úr starfi fyrir tæpum tveimur vikum og er stjórn KSÍ að leita að eftirmanni hans.

„Steve Coppell er í samtalinu, hann gerði Ívar Ingimarsson ríkan. Hann er að vissu leyti bara pabbi hans, tók hann að sér og tók hann með sér. Það að taka hann og hafa hann með þarna er ekkert annað en grín,“ segir Hjövar Hafliðason stjórnandi Dr. Football.

Coppell var stjóri Reading frá 2003 til 2009 en þar lék Ívar Ingimarsson undir hans stjórn en Ívar er í dag í stjórn KSÍ. Þá lék Ívar einnig undir stjórn Coppell í byrjun ferilsins á Englandi, þá hjá Brentford.

„KSI má ekki vera staður fyrir vinargreiða, við getum ekki tekið Steve Coppell sem var með ATK í Indlandi árið 2018. Hann er búinn að vera going nowhere í 15 ár. Hann er að fá samtalið,“ sagði Hjörvar. „Þetta væri svona eins og Guðni Bergs hefði ráðið Phil Brown.“

Coppell hefur ekki verið í neinu alvöru starfi í fótbolta í um 13 ár en hann starfaði síðast í Indlandi fyrir fjórum árum.

Ívar er sagður hafa verið hugmyndasmiðurinn á bak við það að reka Arnar Þór en hann var eini stjórnarmaður KSÍ sem fylgdi landsliðinu eftir í síðasta verkefni Arnars.

„Það er ekkert sem segir manni að Coppell sé maðurinn í þetta, ekki nema það eina er að Ívar þekkir til hans,“ segir Albert Brynjar Ingason

Hjörvar segir vandamálið hjá KSÍ vera að í stjórn sambandsins sé fólk sem ekki þekki leikinn. „Vandamálið er að þarna er fólk sem er ekki í gameinu, Vanda hefur aldrei ráðið þjálfara og var ekki á leikjunum. Ekki Ívar heldur, hefur aldrei verið í leiknum,“ sagði Hjörvar en Ívar sem átti farsælan feril sem leikmaður en hafði ekki starfað í fótbolta í mörg ár þegar hann kom í stjórn KSÍ.

Åge Hareide hinn norski sem þjálfaði danska landsliðið með góðum árangri er sagður vera nafn á blaði KSÍ. „Það sem ég fæ frá Noregi er að Age sé klár, hann veit að hann fær hörku aðstoðarmann. Jói Kalli er duglegur að vinna, hann hefur allt sem til þarf. Age gæti verið klár,“ sagði Hjörvar.

Hjörvar ræddi svo aðeins meira um Steve Coppell. „Þetta er bara bull, sem Manchester United stuðningsmaður. Þetta er goðsögn innan klúbbsins, komið inn með Dwight Yorke frekar. Þetta er fíaskó, hann fær samtalið og símtalið. Ívar Ingimarsson hefur velt steinum á steinasafninu tíu ár, skila steinunum núna. Vanda er að hlusta á okkur, það eru Norsarar að vinna í þessu með Age,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir