fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Rifjuðu upp fyrirsögn sem Eyjólfur fékk í andlitið í Fréttablaðinu – „Segðu af þér“

433
Sunnudaginn 26. mars 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur alveg verið betra stuð í Íþróttaviku stúdíóinu en Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hér á fróni, kom og fékk sér sæti ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttafréttastjóra Torgs. Ástæðan fyrir stuðleysinu var tap Íslands gegn Bosníu en framundan er leikur gegn Liechtenstein á sunnudag.

Benedikt Bóas, þáttarstjórnandi spurði þá Tómas og Hörð um þessar ofboðslegu óvinsældir Arnars Þórs á samfélagsmiðlum. Það komi varla jákvæð ummæli í hans garð. „Mér fannst Kári og Rúrik segja það ágætlega að KSÍ ákvað að fara inn í þessa undankeppni með Arnar í brúnni og þá er galið að henda honum burt núna. En hann á Liechtenstein leikinn og Slóvakíu leikinn sem eru hans reipi til að bjarga sér því við gerum okkur engar vonir um neitt gegn Portúgal. Þessir tveir leikir þurfa að vera sex stig og punktur og basta. Annars þarf Vanda og stjórnin að skoða hans mál.“

Tómas var sammála að það hefði verið galið að henda Arnari fyrir þessa undankeppni. „En fyrsti hornsteinninn í nýja húsinu er gjörsamlega mölbrotinn. Við fáum nú Liechtenstein leikinn og það er eins gott að það verði sómasamleg frammistaða. En til að svara spurningunni þá er þetta rétt. Ég hef ekki upplifað svona óvinsælan landsliðsþjálfara – bara aldrei.“

Rifjað var upp að Ólafur Jóhannesson hafi nú ekki verið sérlega vinsæll og Eyjólfur Sverrisson fékk fyrirsögn í Fréttablaðinu eftir jafntefli gegn Liechtenstein árið 2007: Segðu af þér Eyjólfur.

„Eyjólfur fékk fyrirsögnina Segðu af þér Eyjólfur beint í smettið á sínum tíma. Það var mikið en það var meira fjölmiðla umhverfið. Núna eru allir og engir með rödd út af samfélagmiðlum.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
Hide picture