fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Andri sagði sögu af íslenskum knattspyrnumanni sem fékk ekki launin sín – „Bitch Better Have My Money“

433
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Steve Dagskrá hóf þátt sinn í dag á því að spila lagið Bitch Better Have My Money með Rihanna. Tvær ástæður voru fyrir því.

Rihanna hóf hálfleikssýningu á NFL leik um helgina á þessu lagi og svo fylgdi saga með af íslenskum knattspyrnumanni sem hafði notað þetta lag til að fá laun sín greidd hjá félagi hér á landi.

„Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta lag er að það var ónefndur fótboltamaður í ónefndu félagi, hann sendi linkinn á þetta lag. Youtube linkinn á launamanninn,“ sagði Andri Geir Gunnarsson annar af stjórnendum þáttarins.

Andri fór þá yfir þá staðreynd að íslensk félagslið eru oftar en ekki í vandræðum með að borga laun á réttum tíma.

„Eins og er vitað er eitt eða tvö lið sem borga fyrsta, hitt er ekki alltaf fyrsta. Það þarf að græja þetta, þarna var sendur linkur,“ sagði Andri sem ákvað að lokum að gefa upp hver leikmaðurinn er.

„Nú hefur rykið aðeins sest, ég ætla jafnvel að segja hver þetta var. Þetta var Guðmann Þórisson og ég ætla líka að láta það fylgja að hann var í FH,“ sagði Andri og greindi frá því að Guðmann Þórisson væri nú hættur í knattspyrnu.

„Bara linkurinn, ekkert meira.“

Guðmann er 36 ára gamall en hann fór í tvígang í atvinnumennsku. Þá lék hann með Breiðablik, FH, KA og Kórdrengjum hér á landi. Hann lék einn A-landsleik á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun