fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Gummi Ben skellti fram skoðun og margir eru hissa – „Hjörvar Hafliðason talar reglulega um það“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. desember 2022 14:00

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson er á þeirri skoðun að frábær markvörður sé ekki lykill að því að ná árangri í fótbolta. Hann ræddi málið í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá.

Emi Martinez markvörður Argentínu átti magnaðan dag í gær þegar liðið varð Heimsmeistari. Hann var í lykilhlutverki í vítaspyrnukeppninni og varði að auki dauðafæri á 120 mínútu.

„Ég er með eina pælingu, Hjörvar Hafliðason talar reglulega um það hvað það sé mikilvægt að vera með stórkostlega markmenn. Martinez er ekki á neinum lista yfir bestu markmenn heims, bara alls ekki,“ sagði Guðmundur í Steve Dagskrá í gærkvöldi eftir móti.

Hugo Lloris var slakur í vítaspyrnukeppninni fyrir Frakkland og Guðmundur hélt áfram.

„Hugo Lloris er rétt fyrir neðan lista yfir bestu markmenn heims en aldrei nefndur. Niðurstaða mín, Hjörvar er markvörður og talar mikið um þetta. Það er algjört aukaatriði að vera með stórkostlegan markvörð til að vinna hlut,“ sagði Gummi.

„Hann er í Aston Villa, niðurstaða mín er sú að þetta sé aukaatriði að þú þurfir frábæran markvörð til að vinna mót eða deildir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“