fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Pressan

Lögreglumaður myrtur í Belgíu og annar særður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 06:29

Belgískir lögreglumenn. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður var myrtur á götu úti í Brussel í Belgíu í gær. Annar er alvarlega særður. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum. Vitni segja að hann hafi öskrað „allahu akbar“ þegar hann réðst á lögreglumennina. Lögreglan rannsakar nú hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Árásin var gerð í Aarschostraat, sem er fræg gata í Brussel. Belgískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á lögreglumennina með hníf að vopni. Lögreglumaðurinn, sem lést, var á þrítugsaldri. Hann var að sögn stunginn í hnakkann. Hinn lögreglumaðurinn er alvarlega særður.

Kallað var á liðsauka á vettvang og skutu lögreglumenn, sem komu félögum sínum til aðstoðar, árásarmanninn til bana að sögn De Standaard. Hann er sagður hafa verið skotinn í fótlegg og í magann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu