fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Gabriel bætti upp fyrir mistökin og tryggði Arsenal sigur

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 18:24

Odegaard skorar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal 2 – 1 Fulham
0-1 Aleksandar Mitrovic(’56)
1-1 Martin Ödegaard(’64)
2-1 Gabriel(’85)

Arsenal er enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir grannaslag við Fulham á Emirates í kvöld.

Arsenal lenti nokkuð óvænt undir í leik kvöldsins er markavélin Aleksandar Mitrovic kom boltanum í netið fyrir gestina á 56. mínútu.

Markið skrifast algjörlega á Gabriel í vörn Arsenal sem tapaði boltanum klaufalega og kom Serbinn boltanum framhjá Aaron Ramsdale.

Sú forysta entist ekki lengi en á 64. mínútu jafnaði Martin Ödegaard metin fyrir heimaliðið með skoti sem breytti um stefnu af varnarmanni.

Það var svo skúrkur fyrsta marksins, Gabriel sem tryggði stigin á 85. mínútu eftir hornspyrnu þar sem Bernd Leno, markmaður Fulham, leit ekki vel út.

Leno yfirgaf einmitt Arsenal fyrir Fulham í sumar og var ekki sannfærandi í sigurmarkinu.

Lokatölur 2-1 fyrir Arsenal sem er á toppnum með fullt hús stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana