Valur er bikarmeistari kvenna 2022 eftir leik við Breiðablik sem fór fram á Laugardalsvelli í kvöld.
Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir í fyrri hálfleik í þessum leik en Valur svaraði með tveimur mörkum í þeim síðari frá Cyera Hintzen og Ásdísi Kareni Halldórsdóttur.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, ræddi við RÚV eftir leikinn og svaraði fyrst hvað hann hafi sagt við stelpurnar í leikhléi.
,,Ég sagði ekki neitt, ég þagði bara og stelpurnar fóru út í hálfleik og kláruðu þetta,“ sagði Pétur.
,,Við vorum allar dofnar í fyrri hálfleik einhvern veginn en svo mættum við með pressu út um allt eins og Valsmenn hafa gert undanfarin ár.“
,,Það er alltaf skemmtilegt að vinna titla, alveg sama hvernig þú gerir það. Þetta er besti titilinn, sá síðasti er alltaf bestur.“