fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Málið sem skekur heila þjóð – 80 gullgrafarar grunaðir um að hafa nauðgað 8 konum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 21:00

Suðurafrískur lögreglumaður að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru 80 karlar færðir fyrir dómara í Krugersdorp, sem er vestan við Jóhannesarborg í Suður-Afríku, vegna rannsóknar á máli sem hefur valdið miklum óhug meðal þjóðarinnar. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nauðgað átta konum.

Málið hefur vakið mikla reiði og mörg hundruð manns mótmæltu fyrir framan dómhúsið í gær.

Washington Post segir að 22 manna kvikmyndatökulið, 10 karlar og 12 konur, hafi orðið fyrir árás 80 vopnaðra manna í yfirgefinni námu í síðustu viku.

Fólkinu var skipað að leggjast niður og síðan nauðguðu mennirnir átta konum og stálu öllum eigum þeirra. Að því loknu lögðu þeir á flótta að sögn Elias Mawela, talsmanns lögreglunnar.

Nú er unnið að DNA-rannsóknum á lífsýnum sem fundust á konunum og þannig verða kennsl borin á ofbeldismennina að sögn lögreglunnar.

Fréttir af málinu hafa vakið mikla reiði meðal íbúa á svæðinu og kvenréttindasamtaka í landinu. Hefur því verið haldið fram að atburðir af þessu tagi séu algengir á svæðinu nærri Krugersdorp.

Washington Post segir að mennirnir hafi verið handteknir við aðra yfirgefna námu. Talið er að um svokallaða zamazama námuverkamenn sé að ræða en þeir dvelja ólöglega í Suður-Afríku og grafa eftir gulli í yfirgefnum námum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins